Tilgangur foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks í Rjúpnahæð og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og fleiru sem er í þágu barnanna s.s. skógarferð, útskriftarferð, sumarhátíð, leiksýningum og óvæntum gestum á jólaskemmtun. Allar slíkar uppákomur sem félagið stendur fyrir eru auglýstar með góðum fyrirvara og eru foreldrar eindregið hvattir til að taka þátt þegar á við.

Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert og er greitt með gíróseðlum sem koma inn í heimabankann tvisvar á ári, 3000 krónur í hvert sinn. Greitt er fyrir 6 og 5 mánuði í senn. Gjalddagar eru í febrúar og október. Eitt árgjald er greitt fyrir hverja fjölskyldu. Mikilvægt er að foreldrar greiði gjöldin á réttum tíma, svo hægt sé að halda settri dagskrá vetrarins.

Hafi foreldrar, eða aðrir aðstandendur leikskólabarna, einhverjar tillögur fram að færa um starf foreldrafélagsins eða eru tilbúin að aðstoða þegar þörf er á, þá vinsamlegast hafið samband við fulltrúa í stjórn félagsins.

 

Stjórn foreldrafélagsins 2022 -2023

Formaður: Sóley Davíðsdóttir - Krummahreiður/Álftahreiður
Gjaldkeri: Hildur Ýr Þórðardóttir - Arnarhreiður

Meðstjórnendur:

  • Anna Sigurðardóttir – Álftahreiður/Krummahreiður
  • Helena Gunnarsdóttir – Álftahreiður
  • Sólrún Helga Ingibergsdóttir – Álftahreiður
  • Brynja Gunnarsdóttir – Þrastarhreiður
  • Gréta María Dagbjartsdóttir – Arnarhreiður
  • Viktor Sigurjónsson – fulltrúi leikskólans
  • Elva Rós Hrafnsdóttir - Þrastarhreiður
  • Svandís Dagmar Valgeirsdóttir - Þrastarhreiður
  • Formaður:  Sóley Davíðsdóttir
  • Gjaldkeri:  Hildur Ýr Þórðardóttir


 Lög og reglugerð foreldrafélagsins er eftirfarandi:

   1.grein
   Félagið heitir Foreldrafélagið Rjúpnahæð

   2.grein
   Allir foreldrar/forráðamenn barna í Rjúpnahæð      eru í félaginu

   3.grein
   Tilgangur félagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks í Rjúpnahæð og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks

   4.grein
   Öllum félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðslufundi eða upplýsingar er varða hina ýmsu þroskaþætti barna.

   5.grein
   Stjórn félagsins skipa 6 fulltrúar sem sitja í 2 ár hvert. Á aðalfundi skal kjósa fulltrúa í stað þeirra er setið hafa í 2 ár, eða hafa hætt af öðrum orsökum. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

   6.grein
   Aðalfund félagsins skal boða að hausti ár hvert. Stjórn skal sjá um minnst einn fræðslufund á ári. Ef félagsmenn óska eftir fundi metur stjórn það í hvert sinn hvort tilefni er til þess. Einn aðili frá leikskólanum skal sitja fund. Aðalfund skal boða með tveggja vikna fyrirvara.

   7.grein
   Félagsmenn greiði árgjald í tvennu lagi.  Fyrir 6 og 5 mánuði í senn. Gjalddagar eru í febrúar og október. Eitt árgjald er greitt fyrir hverja fjölskyldu. Árgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert.

   8.grein

Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi

Ársyfirlit foreldrafélagsins


Hér kemur ársyfirlit fyrir skólaárið 2017-2018.



Fundargerðir

Hér koma fundargerðir foreldrafélagsins- gott er að velja viðkomandi ár og þá er hægt að sjá síðustu fundi.

Fundargerð síðasta fundar október 2018, hér.

  Fundargerð síðasta fundar mars 2019, hér.