Leikskólinn Rjúpnahæð vinnur eftir aðalnámskrá leikskóla og samkvæmt leikskólastefnu Kamii og DeVries, sem byggist á hugsmíðahyggju. Hugsmíðahyggja á rætur sínar að rekja til kenninga svissneska fræðimannsins, Piaget og rússans Vygotsky, um hvernig barnið byggir upp þekkingu og hvernig það lærir með eigin virkni. Tækið sem barnið notar til náms er leikurinn, hann er kjarninn í uppeldi og menntun þess. Litið er á barnið sem virkan aðila að eigin uppbyggingu félagslegrar færni, siðgæðis- og vitsmunaþroska. Meginmarkmið leikskólans er að stuðla að sjálfræði barnanna með lýðræði að leiðarljósi. Unnið er út frá forsendum barnanna miðað við þroska og getu sem lýsir sér í því að umhverfi barnanna sé skipulagt þannig að það stuðli að því að barnið geti með góðu móti nálgast þann efnivið sem það þarfnast og umhverfið sé hvetjandi, rannsakandi, áhugavert og að það veki hjá þeim hvöt til að rannsaka, kanna og skoða. Í uppeldisstefnunni varðandi sjálfræði eru fræði Devires og Kamii höfð til hliðsjónar einnig er stuðst við Barnasáttmálann. Í leikskólanum er lögð mikil áhersla þátttöku barnanna í skólasamfélaginu með því að fá þeirra sjónarmið á málefnum sem skipta þau máli. Allar þessar áherslur tengjast með skýrum hætti Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áherslu á sjálfbærni menntun.


Leikskólastjórinn okkar er Hrönn Valentínusdóttir tölvupóstur: hronnv@kopavogur.is og aðstoðarleikskólastjórinn er Margrét Bjarnadóttir tölvupóstur: mbjarna81@kopavogur.is

Síminn er: 441-6700.

Netfangið er: rjupnahaed@kopavogur.is

Leikskólinn er opinn frá 7:30-16:30

 

https://vimeo.com/343263792

Flestar upplýsingar um stefnu og starf skólans ætti að finna á þessari síðu en ef þú hefur einhverjar spurningar, hikaðu ekki við að hafa samband.

Með bestu kveðju,

Starfsfólk leikskólans Rjúpnahæðar