Sími 4416700

Fréttir

Jólatré - 6.12.2017

Við erum að springa úr monti yfir dásamlega jólatréinu okkar hér í Rjúpnahæð :-)

Það er hreint út sagt algjörlega frábært að okkar mati-tignarlegt og fallegt og með stórkostlegu jólaskrauti. En það eru engin önnur en börnin okkar í Rjúpnahæð sem bjuggu til jólaskrautið á tréið okkar. Það hefur skapast sú hefð í Rjúpnahæð að börnin með aðstoð frá kennurum og foreldrum sínum búa til jólaskrautið. Á hverju ári eins og þið flest vitið er jólaverkstæði hjá okkur í Rjúpnahæð þá föndrum við og búum til alls kyns skemmtilegt jólaskraut þar á meðal skrautið okkar á jólatréið. Þetta árið undirbjuggum við með börnunum í flæðinu jólaskrautið, börnin máluðu geisladiska í mismunandi litum og síðan mættu þau með foreldrum sínum á jólaverkstæðin þar sem þau skreyttu þá með alls konar efnivið að eigin vali eins og sést á myndunum :-) Það má ekki gleyma að börnin sjá svo að sjálfsögðu um að skreyta tréið með tilhlökkun fyrir komandi jólagleði.














Það er einnig gaman að segja frá því að á meðan barnið er í leikskólanum býr það til eitt jólaskraut á tréið á hverju ári og gefur leikskólanum skrautið. Við pössum vel upp á það og geymum það merkt barninu, því þegar barnið hættir í Rjúpnahæð gefum við það til baka á útskriftardaginn. Einstaklega ánægjulegt að eiga allt jólaskrautið frá því barnið hóf sína skólagöngu.

       
       
       
       
Lesa meira

Fyrsti í aðventu...Spádómskertið - 1.12.2017

Fyrsti í aðventu var haldinn hátíðlega í dag í vinastund hér í Rjúpnahæð. En fyrsti í aðventu er á sunnudaginn en orðið aðventa er sótt í latneska orðið “adventus” sem þýðir í raun koma. Adventus, eða aðventa þýðir að eitthvað sé að koma og er orðið þess vegna fullt eftirvæntingar. Og hvað er það sem er að koma? Jólin eru að koma! Og jólin eru gleðihátíð, hátíð sem fólk við hið ysta haf hefur hlakkað til öld eftir öld, löngu áður en kristinn siður breiddist út. Jólin eru tími ljósanna í myrkrinu, fæðingarhátíð nýrrar sólar.  Í dag fékk afmælisbarn dagsins hún Birgitta Líf að kveikja á  Spádómskertinu en  krakkarnir á Álftahreiðri  bjuggu einmitt til aðventukransinn í ár.      Börnin sungu síðan fyrsta erindið í dag af fjórum:

Við kveikjum einu kerti á...
(S. Muri/Lilja Kristjánsdóttir)
 :

Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.

Lesa meira

Frábær jólaverkstæði - 30.11.2017

Óhætt að segja að það er alltaf líf og fjör þegar nálgast jólin...Jólaverkstæðin okkar tvo voru yndisleg og alltaf svo gaman að fylgjast með börnunum með foreldrum og systkinum föndra og hafa notalegt saman í upphafi aðventunnar. Börnin bjuggu til alls kyns borðskraut, gluggaskraut, jólakalla, sleða og vægast sagt geggjað jólakraut á jólatréið (setjum mynd þegar jólatréiið verður skreytt ;-) Við þökkum öllum fyrir komuna og hlökkum til að njóta desember í öllu fína skrautinu...Hér má sjá fleiri skemmtilegar myndir.



Jólin að koma... - 24.11.2017

Jólamánuðirinn er handan við hornið og ekki seinna vænna en að hefja undirbúning...það erum við allavega byrjuð að gera hér í Rjúpnahæð. Í þessari viku hófst undirbúningurinn fyrir jólaverkstæðin okkar þar sem börnin bökuðu piparkökur og skreyttu jólapokana sína fyrir allt jólaskrautið sem þau munu gera á jólaverkstæðinu í næstu viku.














Við ætlum sem sagt að njóta og fljóta eins og hún Hrönn okkar leikskólastjóri segir :-) Hafa gaman og einblína á streitulausan mánuð þar sem allir fái notið sín. Hér kemur jóladagskráin okkar.

Jólaverkstæðið okkar í Rjúpnahæð er í næstu viku og stendur yfir alla vikuna. Markmið okkar er að eiga notalega samveru saman, börn, foreldrar og starfsmenn, við að undirbúa jólin í leikskólanum.

Húsinu er skipt upp í svæði og hvert svæði hefur ákveðnu hlutverki að gegna. Boðið er upp á að búa til borðskreytingar, skreyta piparkökur, skera út laufabrauð, búa til skraut á jólatréið, gluggaskreytingar, mála  jólapappír og síðast en ekki síst að vinna með opinn efnivið. Þetta er einstaklega skemmtileg og notaleg jólastund sem kemur okkur í jólaskap.

Við nýtum það sem börnin gera með okkur á svæðunum og skreyta leikskólann, þau hengja til að mynda jólaskrautið sitt sjálf á jólatréið okkar en þegar fer að líða að jólum fara þau með mest allt skrautið sitt heim. Þau borða til dæmis laufabrauðið með jólamatnum og piparkökurnar í jólakaffinu :-)


Lesa meira