Á sumrin fer allt okkar starf fram úti í sumarskólanum. Þá er áhersla lögð á flæði á útisvæði leikskólans, s.s. leiki, smíðasvæði, búsvæði, vettvangsferðir, gróðursetningu í matjurtagarðinum okkar ásamt því að börnin fara í skógarferð.