Sími 4416700

Eldhús

Eldhúskræsingar

Hollur og góður matur í Rjúpnahæð

Í Rjúpnahæð er lögð áhersla á að börnin fái hollan og fjölbreyttan mat í leikskólanum. Þessi framúrskarandi matur er eldaður frá grunni af kokkinum okkar honum Rúnari. Við samsetningu á matseðlinum nýtir Rúnar fjölbreytta þekkingu sína á næringarfræði til að tryggja að maturinn sé rétt samsettur, bragðgóður og uppfylli þarfir barnanna. Til viðmiðunar er notaður sérstakur matseðill sem gefinn er út af Lýðheilsustöð. Matartíminn er ekki aðeins til að uppfylla næringarþörf barnanna heldur á hann að vera notalegur tími þar sem öllum líður vel.

Undirstaða að vel skipulögðu umhverfi eykur vellíðan og öryggi hjá börnum og starfsfólki. Matmálstíminn er einn af mikilvægustu stundum barnsins yfir daginn og leggjum við mikið upp úr sjálfræði barnanna í honum. Við teljum að það séu meiri líkur á að barn borði vel sem velur matinn sjálft og finnur að því sé treyst til verksins. Að barn öðlist meiri trú á eigin getu til að stjórna, læra að þekkja og hlusta eftir eigin magamáli. Að þá læra börnin einnig að njóta fegurðar, bera virðingu fyrir mat, taka tillit til annarra, hafa þolinmæði við að bíða eftir að röðin komi að þeim og eiga í samræðum við skólafélaga undir hollri og ljúffengri máltíð.

Markmið okkar í matmálstímum eru eftirfarandi:

 • Að virða frelsi barna

 • Að börnin beri ábyrgð

 • Virða menningarlegan þátt barnanna, veita þeim frelsi og frið til að ræða saman um hvað sem er; mat, vináttu, leiki, hetjur, menningu o.fl.

 • Að börn fái val um hvar þau vilja sitja

 • Að börnum líði vel í matmálstímum

 • Að börn læri að þekkja eigið magamál

 • Að stuðla að vellíðan í fallegu og notalegu umhverfi

 • Að sérhvert barn geti sett saman eigin máltíð á diskinn sinn, hvað það vill eða þorir að prófa hverju sinni

 • Að börnin séu  hvött til að smakka mat en hvorki látin eða skipað að gera það

  Börnunum er frjálst að sitja hvar sem er og með hverjum sem er.  Við matarborðið er stuðlað að samvinnu milli barnanna, þau eru hvött til að biðja um að láta rétta sér, biðja um aðstoð, látin skammta sér sjálf og svo ganga þau sjálf frá (með aðstoð eftir aldri). 

  Í síðdegishressingu er flæðiskaffi, þá er lögð sérstök áhersla á að börnin bjargi sér sjálf og starfsmaður er til staðar til að aðstoða og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig. Börnin merkja við sig þegar þau koma inn í Bjarg og þannig bera þau ábyrgð á sjálfum sér í síðdegishressingu. Börnin ná sér í áhöld sjálf, setjast þar sem þau vilja og hjálpa sér að mestu leiti sjálf við til dæmis að smyrja og hella í glösin. Undantekning frá flæðiskaffinu eru yngstu börn leikskólans en þau börn drekka inni á sinni deild.

 • Öll börn taka þátt í þeim máltíðum sem eru á dvalartíma þeirra.

Hér má sjá stefnur Kópavogsbæjar:

Næringstefna (PDF skjal) leikskóla Kópavogs.

Stefna (PDF skjal) Kópavogs vegna fæðuofnæmis og fæðuóþols

Umsóknareyðublað (PDF skjal) vegna undanþágu frá matseðli vegna fæðuofnæmis og fæðuóþols

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica