Að byrja í leikskóla er ný reynsla, allt er framandi og ókunnugt og því er mikilvægt að vel sé staðið að málum. Með því er lagður góður grunnur að framtíðinni. Markmiðið er að efla öryggiskennd og vellíðan barnsins og foreldra þess í framandi aðstæðum og stuðla að gagnkvæmum kynnum á milli fjölskyldu barnsins og leikskólans, mikilvægt er að báðir foreldrar taki þátt í aðlöguninni.

Aðlögunin okkar í Rjúpnahæð er svokölluð þátttökuaðlögun þar sem foreldrar (annað foreldri) tekur virkan þátt í leikskólastarfinu meira og minna í þrjá daga. Hún byggist á því að ekki sé verið að venja barnið við að vera skilið eftir í leikskólanum, heldur sé það að læra að vera í nýjum aðstæðum. Aðlögunin byggir á fullri þátttöku foreldranna í starfi leikskólans þá daga sem hún á sér stað.

Dagur 1  9:30-12:00 
Dagur 2   9:00-14:00    
Dagur 3   9:00-15:00    
Dagur 4 

Börnin mæta á sínum tíma og

eru sinn vistunartíma

Einstaka börn hafa foreldra sína með sér í fjóra daga en reynslan sýnir að þau eru fá. Gott er að hafa með aukaföt, útiföt og bleiur og blautþurrkur