Umsókn um leikskóladvöl


Hanna Sigurðardóttir er innritunarfulltrúi í Kópavogi. Hún sér um skráningu á biðlista, annast innritun barna og skráningu vegna innheimtu dvalargjalda. Þegar sótt er um leikskóladvöl fyrir barn í Rjúpnahæð er best að hafa samband við hana.

Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Símatímar eru alla virka daga nema miðvikudaga frá 11.00-12.00.

Netfang Hönnu er hannasig@kopavogur.is

 

Umsókn:

Sækja þarf um leikskóladvöl fyrir barn, sem þá er skráð á biðlista eftir aldri þess.

Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Kópavogi, en barnið getur verið á biðlista þó lögheimili sé annars staðar.

Biðlisti hvers leikskóla er þrískiptur, fyrir hádegi, eftir hádegi og allan daginn.

 

Innritun:

Foreldrum er sent bréf þegar barn fær leikskóladvöl. Dvöl er háð því skilyrði að foreldri skuldi ekki leikskólagjöld vegna eldra systkinis.

Foreldrar hafa 10 daga umhugsunarfrest, eftir það er barnið tekið af biðlista. Reynt er að tilkynna foreldrum með góðum fyrirvara hvenær barn getur byrjað, en getur í undantekningartilvikum orðið minnst tvær vikur. Vilji foreldrar fresta því að taka pláss, geta þeir það með því að greiða fyrir plássið.

Viðhöfð er sú vinnuregla að börnum sem sótt hafa um 5 eða 6 tíma rými er boðið 4 stunda rými, séu þau næst á biðlista, nema foreldrar hafi tekið annað fram.

 

Forgangur:

1. Börn einstæðra foreldra eiga forgang í helming heilsdagsrýma og börn námsmanna í þriðjung sex stunda rýma. Þessir aðilar skulu skila vottorði til sönnunar.

2. Börn leikskólakennara og annarra uppeldismenntaðra starfsmanna, sem starfa í leikskólum Kópavogs og leiðbeinanda í leikskólum Kópavogs, eiga forgang í samræmi við starfshlutfall foreldris.

3. Börn geta fengið forgang, skv. úrskurði leikskólafulltrúa, vegna fötlunar eða félagslegra erfiðleika. Beiðni um forgang þarf að fylgja bréf frá félagsráðgjafa, lækni eða öðrum eftir því sem við á. Forgang vegna fötlunar eða félagslegra erfiðleika er eingöngu hægt að fá vegna aðstæðna barnsins sjálfs.

 

Dvalargjald:

Eftirfarandi greiða forgangsgjald:

Börn einstæðra foreldra, börn námsmanna í fullu námi og börn leikskólakennara og starfsmanna leikskóla sem fá forgangsdvöl. Einstæðir foreldrar framvísa vottorði. Námsmenn framvísa vottorði um skólavist fyrir hverja önn. Foreldrar geta sótt um aðstoð vegna greiðslu dvalargjalda til félagsmálaráðs vegna fjárhagsvanda sem metinn er af félagsmálaráði.

 

Uppsagnarfrestur:

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við fyrsta eða fimmtánda dag hvers mánaðar. Skuldi foreldrar þrjá mánuði er barninu sagt upp leikskóladvöl.

Samkomulag milli bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kveður á um að börnum sem flytja milli sveitarfélaganna sé heimilt að vera áfram í leikskóla í því bæjarfélagi sem flutt er úr í allt að sex mánuði frá flutningi lögheimilis, ef ætla má að barnið innritist í leikskóla í nýja bæjarfélaginu innan sex mánaða. Sé barn á lokaári í leikskóla eða það er fatlað og sú þjónusta em það þarf á að halda er ekki til staðar í nýja bæjarfélaginu geta tímamörk verið rýmri en 6 mánuðir. Nýja bæjarfélagið greiðir kostnað við leikskóladvöl barnsins.

 

Umsókn um breyttan vistunartíma.

Hægt er að sækja um breyttan vistunartíma á heimasíðu Kópavogsbæjar undir umsóknir.