Húllumhæ á Bóndadegi

Í dag var Þorrablót hjá okkur í Rjúpnahæð. Í morgun vorum við með Þorra-vinastund þar sem allar deildirnar hittust með hattana sína sem krakkarnir höfðu búið til fyrir Þorrablótið og sungu saman Þorralög sem þau hafa æft síðustu vikur. Í hádeginu var svo Þorrablót þar sem boðið var uppá allskyns Þorra kræsingar, hangikjöt, flatkökur, harðfisk, hárkarl, sviðasultu, hrútspunga, slátur og grjónagraut. Sumir voru alveg til í að smakka súrmatinn en aðrir lögðu ekki í það :) Í lok dags komu svo pabbar, afar og frændur á lítið Þorrablót þar sem krakkarnir tóku á móti þeim og buðu upp á rúgbrauð, síld og þorramat á meðan Bragi Fannar Þorsteinsson harmonikkuleikari flutti ljúfa tóna. Dásamlegur dagur í Rjúpnahæð

Fréttamynd - Húllumhæ á Bóndadegi Fréttamynd - Húllumhæ á Bóndadegi Fréttamynd - Húllumhæ á Bóndadegi Fréttamynd - Húllumhæ á Bóndadegi Fréttamynd - Húllumhæ á Bóndadegi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn