Sumarhátíð Rjúpnahæðar 2021

Sumarhátíð leikskólans var haldin með pomp og prakt á fimmtudaginn. Það var mikið fjör og mikil gleði, við vorum með varðeld þegar við settum hátíðina, sungum nokkur lög saman, tveir hoppukastalar voru í boði, Íþróttaálfurinn og Solla komu í heimsókn, foreldrafélagið sá um þessa frábæru skemmtun :) Íþróttaálfurinn setti af stað Rjúpnahæðarhlaupið og hljóp með krökkunum og fengu allir medalíur þegar þeir komu í mark. Sumarskólinn var á sínum stað, andlitsmálning í boði en hoppukastalarnir voru vinsælastir. Í hádeginu grilluðum við pylsur og fengum svala sem flestir borðuðu úti, í kaffinu fengum allir svo ávexti, kleinur og frostpinna, mikið líf og fjör.
Nú er sumarskólanum formlega lokið en að sjálfsögðu verður eitthvað í boði úti þrátt fyrir að hann sé formlega búinn. Það verður áfram mikil útivera hjá okkur fyrir sumarlokun leikskólans, en leikskólinn lokar 7. júlí nk klukkan 13:00, ekki verður hvíld í boði þann dag.
Fréttinni fylgja nokkrar myndir :) Góða helgi :)