Bleikur dagur

Við í Rjúpnahæð héldum uppá bleika daginn í dag. Þá gátu þeir sem vildu komið í einhverju bleiku og komu allflestir í einhverju bleiku í tilefni dagsins.
Í hádeginu var svo bleikt skyr í boði og var það mjög vinsælt á meðal barnanna. Í kaffinu var svo kleinur og hrökkbrauð

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Nokkrar myndir af deginum fylgja með fréttinni.
Fréttamynd - Bleikur dagur Fréttamynd - Bleikur dagur Fréttamynd - Bleikur dagur Fréttamynd - Bleikur dagur Fréttamynd - Bleikur dagur Fréttamynd - Bleikur dagur Fréttamynd - Bleikur dagur Fréttamynd - Bleikur dagur

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn