Rafmagnslausi dagurinn


Í dag var rafmagnslausi dagurinn hjá okkur :) Þá eru öll ljós slökkt/eða sleginn út og við skemmtum okkur í myrkvinu!

Við byrjuðum daginn úti í dag. Það voru allir mjög glaðir að koma með vasaljósið sitt í leikskólan og skoða garðinn í myrkrinu. Svo var farið í myrkrið sem var inni og notað vasaljósið til að hjálpa sér að spila, púsla og leika sér. í samverustund var farið yfir hvað rafmagnið nýtist okkur mikið.
Í hádeginu var svo boðið uppá skyr og brauð og borðuðu börnin mjög vel af því.

Rafmagnslausi dagurinn er upphaf umræðu og fræðslu á gömlu dögunum sem lýkur á bóndadegi. Börnin fá margskonar fræðslu um lifnaðarhætti á þessum tímum. Fræðslan um rafmagnið og rafmagnslausa daginn tengist gömlu dögunum og Þorranum sem nálgast hjá okkur. Þar sem börnin fræðast um gömlu dagana þegar ekki var til rafmagn í húsum og híbýlum.
Fréttamynd - Rafmagnslausi dagurinn Fréttamynd - Rafmagnslausi dagurinn Fréttamynd - Rafmagnslausi dagurinn Fréttamynd - Rafmagnslausi dagurinn Fréttamynd - Rafmagnslausi dagurinn Fréttamynd - Rafmagnslausi dagurinn Fréttamynd - Rafmagnslausi dagurinn

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn