Þorrablót 2022

Við héldum upp á Bóndadaginn með Þorrablóti á föstudaginn, eins og þið vitið höfum við vanalega boðið pöbbum/öfum/frændum til okkar þennan dag en í ár er það ekki hægt en vonum svo sannarlega að hægt verði að halda í þá hefð á næsta ári.
Í hádeginu í dag vorum við með þorrablót með öllu tilheyrandi. Boðið var upp á grjónagraut og slátur, síðan var hlaðborð með dýrindis þorramat þar sem börnin gátu smakkað fjölbreytt gúmmulaði. Í boði var hangikjöt, harðfiskur, sviðasulta og ýmis súrmatur. Í kaffinu fengum við svo köku og hrökkex.
Börnin hafa verið að fræðast um gömlu dagana, hvernig tíminn hefur breyst, hvað er í boði í dag sem var ekki áður og þess háttar. Börnin voru búin að búa til þorrahatta sem þau settu upp í morgun. Skemmtilegur dagur í Rjúpnahæð.
Myndir fylgja fréttinni :)
Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022 Fréttamynd - Þorrablót 2022

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn