"Heimsókn" frá Þýskalandi.

Álftahreiður fékk skemmtilega "Heimsókn" frá Þýskum leikskólabörnum í dag. Svili hennar Unnar deildarstjóra á Álftahreiðri, sem heitir Chris, vinnur á leikskóla í Þýskalandi og hittumst við þau á teams í samverustund á Álftahreiðri. Þau sungu fyrir okkur lag á þýsku ásamt því að telja uppá tíu á þýsku og Álftahreiður söng lagið "Vinur minn" fyrir þau ásamt því að telja uppá tíu á íslensku.
Svo föru þau með okkur sýningartúr um leikskólann sinn og sýndu okkur eldfjall sem þau voru að búa til.
Þau voru svo mjög spennt að fá að sjá útum gluggan hjá okkur og sjá svona mikinn snjó í Febrúar.
Þetta var mjög skemmtilegt uppbrot á samverustund hjá Álftahreiðri.
Nokkrar myndir fylgja fréttinni

Fréttamynd - "Heimsókn" frá Þýskalandi. Fréttamynd - "Heimsókn" frá Þýskalandi. Fréttamynd - "Heimsókn" frá Þýskalandi. Fréttamynd - "Heimsókn" frá Þýskalandi. Fréttamynd - "Heimsókn" frá Þýskalandi. Fréttamynd - "Heimsókn" frá Þýskalandi. Fréttamynd - "Heimsókn" frá Þýskalandi.

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn