Öskudagur

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru haldnir hátíðlega á Rjúpnahæð ár hvert.

Bolludagur er mánudagur í föstuinngangi, 7 vikum fyrir páska, en föstuinngangur kallast síðustu þrír dagarnir fyrir lönguföstu, sem hefst á miðvikudegi með öskudegi.
Á bolludeginum í Rjúpnahæ er haldið í þá hefð að börnin fá sér bollu bæði í hádeginu og kaffinu. Í hádeginu þetta árið voru fiskibollur og svo rjómabollur í kaffinu. Börnin eru alltaf allsæl með bollurnar og borða þær með bestu lyst.

Sprengidagur er þriðjudagur síðasti dagur fyrir lönguföstu, næstur á eftir bolludegi og á undan öskudegi í föstuinngangi. Á þessum degi tíðkast á flestum heimilum á Íslandi að elda réttinn Saltkjöt og baunir.
Á sprengideginum í Rjúpnahæð var saltkjöt og baunir eins og tíðkast á mörgum heimilum á þessum degi. Þá er reynt að borða alveg þangað til maginn springur. Það tókst hins vegar engum að láta magann sinn springa þetta árið.

Öskudagur er í vestrænni kristni fyrsti dagur lönguföstu. Öskudagur er á miðvikudegi 40 dögum á undan páskum að sunnudögum frátöldum.
Öskudagurinn er einn stærsti dagurinn í Rjúpnahæð ár hvert, þá rennur loksins sú stund upp að börnin fá að klæðast búningunum sem þau hafa hannað og búið til undanfarnar vikur. Það var mikill undirbúningur þetta árið og höfðu börnin mjög mikill áhrif hvernig leikskólinn var skreyttur í ár. Það sáust allskonar fígúrur, ofurhetjur, prinsessur og dýr á deildum og göngum leikskólans í dag.
Það var slegið köttinn úr tunnunni og úr tunnunni komu fullt af snakkpokum. Eftir snakkátið var svo dansað þar sem Hrönn leikskólastjóri var í fremstu röð. Svo eftir dansinn var slegið í pylsupartý þar sem börnin borðuðu sína pylsu þar sem þau vildi.

Hér að neðan eru svo nokkrar myndir bæði af undirbúningnum deginum áður og af öskudeginum sem heppnaðist mjög vel.
Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur Fréttamynd - Öskudagur

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn