Yndislegur dagur - Alþjóðlegi friðardagurinn 21. september 2

Velkomin á sýninguna okkar !! The European Grandmother Council og Alþjóðlegur friðardagur á Íslandi 21.9.2019 Alþjóðlegur dagur friðar hefur verið haldinn þann 21. september að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna frá 1981. Dagana 20.¬¿22. september 2019 heldur ¿Ráð Evrópskra Formæðra¿ friðarþingið hér á Íslandi, þá koma 22 eldri konur frá 14 löndum auk gesta til Íslands. www.councileugrandmothers.eu Í samvinnu við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi höfum við skipulagt dagskrá friðardagsins í nafni formæðra frá Evrópu: 21. september 2019 Þessi viðburður er opinn fyrir almenning og væri gaman að sjá sem flesta. Leikskólinn Rjúpnahæð mun taka þátt í opnuninni með listaverkum barnanna. Kór Rjúpnahæðar mun frumflytja lagið Friðarljóð eftir Hjört Ingva Jóhannsson við texta Kristjáns Hreinssonar, sem samið var sérstaklega fyrir þetta tilefni. Sýningin byggir á túlkun barnanna á frið, sem unnin var út frá stefnu leikskólans sem byggist á sjálfræði með lýðræði að leiðarljósi. Þessi viðburður er opinn fyrir almenning og væri gaman að sjá sem flesta. Kjarninn í Mosfellsbæ, Þverholti 2