Tilslakanir á samkomubanni 2. júní 2020

Við fögnum því að aðstæður og áherslur í okkar starfi eru að færast aftur í eðlilegt horf eftir ótrúlega reynslu að takast á við heimsfaraldur í sameiningu með áherslum þar sem reyndi á okkur öll að hlýða fyrirmælum yfirvalda og afnema að mestu leyti allt sjálfræði.
Enn og aftur þökkum við ykkur foreldrum fyrir að vinna þétt saman að því að láta allt ganga upp.

Frá 2. júní breytast áherslur í starfi leikskólans í það að færast nær því að fara í eðlilegt horf aftur

1)     Tekið verður á móti börnunum inni eins og venja er. Við biðjum ykkur að hengja töskur/poka á snagana og ekki taka upp úr þeim til að flýta fyrir. Vinsamlegast virðið 2 metra regluna og ekki fleiri en þrír foreldrar í einu í fataklefanum. Töskur/pokar mega vera vikuna í hólfinu.
Ef að barn kemur eftir klukkan 9:00 vinsamlegast hringið inn á deild barnsins og starfsmaður kemur og tekur á móti barninu.
2)     Morgunmatur verður eins og var frá kl 8:00- 8:30
3)     Flæði hefst
4)     Hádegisverður áfram borðaður inni á deildum með breyttum áherslum, við munum hafa hlaðborð inn á deildum og börnin ákveða hvar og með hverjum þau sitja.þannig færum við okkur nær okkar stefnu en tökum eitt skref í einu í áttina að flæðismatnum inn á Bjargi. 
5)     Áfram verður lagt áherslu á aukin þrif á öllum snertifletum og handþvotti.
6)     Áftam verður skilað úti :)