Sumarhátíð

Sumarhátíð Rjúpnahæðar var með breyttu sniði þetta árið vegna Covid, þar sem foreldrum og systkinum var ekki boðið í ár. Þrátt fyrir það héldum við glæsilega sumarhátíð.
Sumarskólinn opnaði klukkan 10 og var andlitsmálning í boðið, börnin breyttu sér í alls konar fígúrur það sem eftir lifði dags, sumir voru Spiderman og prinsessur voru mjög vinsælar einnig voru alls konar dýr á sveimi eins og ljón, fiðrildi, hundar og kettir. Einnig var garðurinn skreyttur og bæði börn og kennarar sem tóku þátt í því og mátti ekki skilja neitt tré útundan.
Um hádegi var svo grillaðar pylsur og safi í boði foreldrafélagsins. Eftir það voru sumir ennþá úti en þau allra yngstu fóru inn að hvíla sig fyrir formlega opnun sumarhátíðarinnar.
Klukkan 2 var svo formleg opnun sumarhátíðarinnar með varðeldi og vinastund. Eftir vinastund var nú nauðsynlegt að hlaupa smá og öll börnin skelltu sér í hið árlega Rjúpnahæðarhlaupið og fengu glæsilegan verðlaunapening við endamarkið.
Þegar allir voru búnir að hlaupa og fá sinn verðlaunapeningin kom leikhópurinn Vinir og sýndu okkur eitt stykki ævintýri um dreka og hann Jónatan sem var að bjarga prinsessunni, allir skemmtu sér konunglega yfir þeim félögum.
Eftir það var frjálst svæðaval þar sem hægt var að fá sér kleinur, sykurpúða og ávexti.
Þetta var yndislegur dagur í alla staði og fylgja nokkrar myndir með sem ættu að lýsa deginum vel.
Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð Fréttamynd - Sumarhátíð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn