Covid-19

Í ljósi aðstæðna minnum við á sóttvarnir í leikskólanum.

Til þess að takmarka umgang um húsið tökum við á móti börnunum í fataklefanum eins og við höfum verið að gera. Foreldrar koma ekki alla leið inn í leikskólann fyrir utan þá foreldra sem eru með börn í aðlögun en þeir verða að vera með grímu, aðeins mega þrír foreldrar ásamt börnum vera samtímis í fataklefanum, vinsamlegast takið tillit til annara og virðið 2 metra regluna, foreldrar láta börnin í hendur á deildarstarfsmanni í fataklefa.

Ef börn koma eftir 9:00 þá hringir foreldri inn á deild og starfsmaður kemur í fataklefa og tekur á móti barninu við útidyrahurð.

Hér eru símanúmer deildanna:
Krummahreiður 441-6711
Álftahreiður 441-6712
Arnarhreiður 441-6713
Spóahreiður 441-6714
Lóuhreiður 441-6715
Þrastarhreiður 441-6716

  • Finni foreldri eða börn fyrir flensueinkennum mega þau ekki koma í leikskólann.
Hér fyrir neðan er linkur á mjög góðan gátlista um heilsufar barna á leikskólaaldri sem Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og fleiri aðilar tóku saman:

https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2020/09/15/Heilsufar-barna-a-leikskolaaldri-gatlisti/

  • Foreldrar gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar fatnað barna, bæði inni- og útifatnað enda liggja fatahólf þétt saman. Þetta á einnig við um aðrar eigur barnanna.
  • Börnin komi ekki með leikföng eða aðra sambærilega hluti með sér að heiman
  • Við höldum áfram að sótthreinsa aukalega yfirborðssvæði og efnivið nokkrum sinnum á dag ásamt mikilli eftirfylgd með handþvotti barnanna.
  • Nú er farið að skila oftar inni og eru starfsmenn á báðum göngum, Móa og Mýri sem fylgjast með svo hægt sé að koma með börnin til ykkar í fataklefann, við biðjum ykkur að virða áfram að koma ekki inn á leikskólann, aðeins inn í fataklefa og passa einnig að ekki séu of margir í fataklefa í lok dags.