Röskun á skólastarfi í dag 10.des 2019

UPPFÆRT 10:40

Á fundi neyðarstjórnar Kópavogs í morgun var ákveðið að hvetja foreldra til að sækja börnin sín um hádegi í leikskóla, grunnskóla og frístund. Mælst er til þess að foreldrar verði búnir að sækja börnin sín fyrir kl. 14:00. Börn sem þurfa að ganga heim fari heim í hádeginu, áætlað er að engin börn séu á gangi eftir kl. 13:00.

Leikskólar, grunnskólar, og frístundir loka kl. 15:00 í dag.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Röskun á skólastarfi verður virkjuð í dag þriðjudag og verða foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir klukkan 15:00. Þar sem að eitthvað af okkar starfsfólki þarf að sækja börn sín í önnur bæjarfélög og býr utan Kópavogs óskum við eftir að foreldrar sæki börnin eigi síðar en 14:30.

Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00.

Gul viðvörun verður í gildi frá klukkan 13:00 ¿ 15:00 þegar sú appelsínugula tekur við.

Miklar líkur eru á því að veðrið skelli á fyrr en áður var talið, en sökum þess að spár eru enn óljósar munum við ekki senda út tilkynningu til foreldra fyrr en á morgun, þriðjudag. Við munum upplýsa ykkur í fyrramálið og senda síðan út tilkynningu til foreldra í síðasta lagi kl. 12:00.

Það starf sem á sér stað eftir klukkan 15:00 fellur niður eins og staðan er í dag.

Veðurstofan og sveitarfélögin munu upplýsa um þetta á sínum heimasíðum.

Með bestu kveðju

AHS

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Deildarstjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.

 

Látum ykkur vita ef að eitthvað breytist, endilega fylgist með