Afmælisdagur Lubba

Á degi íslenskar tungu og Lubbi okkar (Lubbi finnur málbein afmæli). Börnin héldu upp á afmælið hans á deildunum þar sem að hann fékk afmæli alveg eins og börnin. Börnin bjuggu til kórónu fyrir hann, á einhverri deildinni var hann í búning, hann settist í sólina í samverustund þar sem börnin máttu segja eitthvað fallegt til hans ef þau vildu, einhverjir bjuggu til gjafir handa honum og fékk hann afmælis disk og glas í hádeginu. Börnin voru mjög upptekin af afmælinu hans og átti Lubbi mjög skemmtilegan dag.
Hægt er að sjá nokkrar myndir með fréttinni

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn