Jólaball og jólamatur á föstudaginn

Í síðustu viku bjuggu krakkarnir til jólaskraut á jóltréð okkar í Rjúpnahæð í gær fóru svo Jóna Gulla og Valgerður og keyptu fallegt jólatré sem börnin eru byrjuð að skreyta.
Á föstudaginn verður svo árlega jólaballið og jólamaturinn hjá okkur með breyttu sniði í ár. Vanalega erum við öll saman í jólamatnum og á jólaballinu en í ár er það því miður ekki hægt þar sem við erum í sóttvarnarhólfum. Planið var að við yrðum úti og jólasveinarnir kæmu að hitta okkur þar en þar sem það spáir kuldakasti fórum við í plan C þar sem jólasveinarnir munu skemmta okkur í gegnum streymi.
Við erum orðin svo tæknivædd hér í Rjúpnahæð að þetta er nú lítið mál fyrir okkur ;)
Jólaballið verður tvískipt í ár, Mói verður fyrir hádegi og Mýri eftir hádegi, dagskráin hefur verið send til foreldra í tölvupósti.

Við hlökkum til að eiga kósýjóladag með öllum í Rjúpnahæð