Syngjandi Arnarhreiður

Á fimmtudaginn í síðustu viku fóru krakkarnir á Arnarhreiðri og sungu nokkur jólalög fyrir íbúa og starfsfólk í Roðasölum. Vegna Covid-19 máttu krakkarnir ekki fara inn að syngja en þau stóðu á göngustígnum fyrir neðan og sungu þar sem íbúarnir voru úti á palli að hlusta. Krökkunum fannst þetta æðislega gaman og voru óstöðvandi í söngnum, fengu þau svo öll svala og mandarínu að launum.

Hægt er að sjá smá brot af söngnum í sway skjali hér fyrir neðan