Jólaleikrit Rjúpnahæðar

Starfsfólk Rjúpnahæðar gerði sér lítið fyrir og setti upp leikrit í dag. Rauðhetta í jólabúning var útfærð af Heiðu og Unni sem við sýndum í dag. Við erum alveg viss um að vera kölluð inn í Þjóðleikhúsið á næsta ári, þvílíkir hæfileika hafa ekki sést áður :)
Leikararnir eru allir í sama sóttvarnarhólfinu þar sem ekki má blanda saman starfsfólki, leikarar voru Heiða-rauðhetta, Unnur-snjókarlinn Konráð, Viktor-úlfur, Steffý-Amma gamla, Valgerður-Jólasveinn og Margrét-jólatré. Spóahreiður kom yfir á Mýri að horfa og var leikritið tekið upp sem að Lóu-og Þrastarhreiður horfðu síðan á.
Leikritið sló í gegn og skemmti starfsfólk sér ekki síður en börnin ;)
Eftir leikritið tók Margrét jólatré upp jólapakka sem leikskólinn fékk í gjöf frá Mennasviði Kópavogsbæjar, í pakkanum var jólasveinaspilastokkur og ævintýraborðspil, kærar þakkir fyrir okkur :)
Fréttamynd - Jólaleikrit Rjúpnahæðar Fréttamynd - Jólaleikrit Rjúpnahæðar Fréttamynd - Jólaleikrit Rjúpnahæðar Fréttamynd - Jólaleikrit Rjúpnahæðar Fréttamynd - Jólaleikrit Rjúpnahæðar Fréttamynd - Jólaleikrit Rjúpnahæðar Fréttamynd - Jólaleikrit Rjúpnahæðar Fréttamynd - Jólaleikrit Rjúpnahæðar Fréttamynd - Jólaleikrit Rjúpnahæðar Fréttamynd - Jólaleikrit Rjúpnahæðar

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn