Rafmagnslausi dagurinn

Í dag var rafmagnslausi dagurinn hjá okkur í Rjúpnahæð. Það var mikið líf og fjör með vasaljósin og þau notuð til að borða morgunmatinn, lesa bækur, leika í tjöldum o.fl. Einn nemandi kom og spurði hvort að það væri ekki hægt að fela risaeðlu eins og í fyrra sem að þau myndu svo leita að með vasaljósunum sem var að sjálfsögðu gert. Allar deildir komu saman í vinastund þar sem við sungum saman í myrkrinu. Virkilega skemmtilegur tilbreytingadagur, skemmtileg fræðsla og pælingar hjá krökkunum

Góða helgi

Fréttamynd - Rafmagnslausi dagurinn Fréttamynd - Rafmagnslausi dagurinn

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn