Tilslakanir í leikskólanum

Við höfum verið með nokkrar tilslakanir inni í leikskólanum síðustu viku, búið er að opna á milli og flæðismatur byrjaður aftur.
Frá og með mánudegi mega foreldrar koma inn í fataklefa, þá munum við taka á móti börnunum í fataklefanum eins og við gerðum fyrr í haust, aðeins mega fjórir foreldrar ásamt börnum vera samtímis í fataklefanum, vinsamlegast takið tillit til annara og virðið 2 metra regluna, foreldrar láta börnin í hendur á deildarstarfsmanni í fataklefa.

Ef börn koma eftir kl 9:00 þá hringir foreldri inn á deild og starfsmaður kemur í fataklefa og tekur á móti barninu.

Mói: vinsamlegast þvoið hendur barnanna áður en þau fara inn á deild
Mýri: börnin þvo sér sjálf inni á sameiginlegu salernir á Mýri

Við höfum sama háttinn þegar börnin fara heim aðeins fjórir foreldrar í einu í fataklefa, ef starfsmaður er ekki í fataklefa vinsamlegast hringið í farsíma deildarinnar.

Við minnum á persónulegar sóttvarnir.
Foreldrar gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar fatnað barna, bæði inni- og útifatnað enda liggja fatahólf þétt saman. Þetta á einnig við um aðrar eigur barnanna.
Börnin komi ekki með leikföng eða aðra sambærilega hluti með sér að heiman
Við höldum áfram að sótthreinsa aukalega yfirborðssvæði nokkrum sinnum á dag ásamt mikilli eftirfylgd með handþvotti barnanna.

Gsm-númer
Þrastarhreiður 696-8697
Lóuhreiður 696-8641
Spóahreiður 696-8715
Arnarhreiður 696-8729
Álftahreiður 696-8784
Krummahreiður 696-8941


Við viljum biðja ykkur um að virða vistunartíma barnanna bæði í upphafi- og lok dags.