Þorrablót á föstudaginn

Eins og svo margt á síðastliðnu ári þurfum við aðeins að breyta venjum hjá okkur. Á föstudaginn er bóndadagur og þorrablót, vanalega höfum við boðið pöbbum/öfum/frændum til okkar þann dag og boðið upp á eitthvað gúmmulaði en í ár verður þeim ekki boðið. Við verðum að sjálfsögðu með þorrablót þar sem verður boðið upp á allskyns góðgæti til að smakka, það verður gaman að sjá hverjir treysta sér í hákarlinn ¿¿. Undanfarnar tvær vikur hefur verið fræðsla inni á deildum um gömlu tímana, hvernig tímarnir hafa breyst, hvað er í boði í dag sem var ekki í boði í gamla daga og endum svo á þorrablóti.
Alltaf líf og fjör í Rjúpnahæð