Sími 4416700

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Elstu börnin í Hörpu - 27.9.2017

Krakkarnir okkar á Arnarhreiðri - elstu börnin í leikskólanum var boðið í Hörpuna í dag. Frábært framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og þökkum við þeim kærlega fyrir boðið. Að þessu sinni fengu börnin að heyra verkið Veiða vind sem er einstaklega kraftmikið og heillandi færeyskt ævintýri sem byggir á minninu um riddarann Ólaf Liljurós og hetjudáðum hans. Takk fyrir okkur :-)

       
     
       
     

Líf og fjör... - 15.9.2017

Lokaspretturinn í matjurtagarðinum tekinn síðustu daga :-)

Börnin hafa verið að taka upp úr matjurtagarðinum og í dag kláruðu elstu börnin á Arnarhreiðri að taka upp síðustu kartöflurnar. Þau tóku svo ferlið alla leið og nýttu sér útikennsludaginn sinn í að þvo þær og elda við eldstæðið okkar. Já og ekki má gleyma að þau borðuðu þær líka ;-)

Vinur okkar hann Blær koma svo aftur til okkar í dag eftir langt og gott sumarfrí. Við hlökkum til að takast á við skemmtileg verkefni sem nýtast okkur öllum, kennurum, foreldrum og börnum í vetur með honum. Blær kom einnig með glaðning handa öllum nýju krökkunum í Rjúpnahæð- allir fengu lítinn bangsa við mikinn fögnuð.

Berjavika - 4.9.2017

Í síðustu viku var berjavika í Rjúpnahæð :-) Þá voru börnin að tína alls konar ber í garðinum og nærumhverfinu okkar, vigta og búa til rifsberjahlaup. Einnig tókum við upp rabbabarann okkar og bjuggum til sultu. Á föstudeginum, 1.sept. gerðum við okkur glaðan dag, höfðum kaffihúsarstemmningu þar sem elstu börnin, Arnarhreiður, skreyttu allan leikskólann og buðu upp á vöfflukaffi með nýja rifsberjahlaupinu og ekki má gleyma rjómanum. Yndisleg vika þar sem allir fengu að taka þátt á sínum forsendum :-)

Uppskeruhátíð :-) - 25.8.2017

Það voru ofurhetjur, prinsessur, fótboltamenn og alls kyns furðverur sem mættu í leikskólann í morgun :-) Þvílíkt fjör og gaman hjá okkur og ekki verra að njóta grænmetisins í góða veðrinu í Rjúpnahæð. Börnin smökkuðu alls kyns grænmeti ásamt því að fá sér myntuvatn...Vinastund- uppskeruball og eldri börnin borðuðu úti í góða veðrinu. Allir að njóta sín og hafa gaman saman.

Uppskeruvikan... - 24.8.2017

Þessa vikuna er allt á fullu í Undralandi- matjurtagarðinum okkar :-) Börnin ásamt kennurum sínum eru að taka upp úr matjurtagarðinum alls konar grænmeti, hnúðkál, gulrætur, kartöflur og svo margt fleira.

Við ætlum að njóta uppskerunnar á föstudag þegar við höldum okkar árlegu Uppskeruhátíð - þar sem börn og starfsmenn mæta í búningum í tilefni dagsins.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Haustfundur 16.10.2017 - 25.10.2017 16.10.2017 - 25.10.2017

Í ár breytum við til…Kynning á vetrarstarfinu okkar fer fram inni á deildum.Von okkar er að foreldrar fái enn betri innsýn í starfið og hvaða áherslur verða hjá barninu ykkar í vetur ásamt kynningu á störfum foreldrafélagsins.

Fundirnir eru kl: 15:00-16:00.

Mánudaginn 16.október - Lóuhreiður kl: 15:00-16:00

Þriðjudaginn 17. október –Álftahreiður  kl: 15:00-16:00

Miðvikudaginn 18. október - Arnarhreiður kl: 15:00-16:00

Fimmtudaginn 19. október - Spóaheiður kl: 15:00-16:00

Mánudaginn 23. október - Krummarhreiður kl: 15:00-16:00

Miðvikudaginn 25. október – Þrastarhreiður kl: 15:00-16:00


 

Alþjóðlegi bangsadagurinn 27.10.2017

Í dag höldum við hátíðlega upp á Alþjóðlega bangsadaginn - börnin mega koma með bangsann sinn í leikskólann :-) Auglýst nánar síðar.

 

Menningarvikur 6.11.2017 - 17.11.2017

Í dag hefjast menningarvikur í Rjúpnahæð þá fáum við m.a. skemmtilega gesti til okkar og leggjum sérstaka áherslu á íslenskar bókmenntir í tengslum við Dag íslenskrar tungu.

 

Fleiri atburðir