Sími 4416700

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Regína Ósk, Svenni og Aldís María - 17.11.2017

Í dag, á síðasta degi menningadaga, kom Regína Ósk, Svenni og Aldís María og voru með söngveislu fyrir okkur! Börnin tóku virkan þátt og var einstaklega skemmtilegt að enda menningadagana svona :)

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna!

Lesa meira

Krummahreiður - Dagur íslenskrar tungu - 16.11.2017

Í dag er Dagur íslenskrar tungu- Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.Krakkarnir okkar á Krummahreiðri voru með uppákomu á Degi íslenskrar tungu. Þau stóðu sig rosalega vel og komu fram eins og þau hefður aldrei gert neitt annað :-) Þau fóru með kvæðið Buxur, vesti, brók og skór sem er einmitt eftir Jónas Hallgrímsson og sungu lagði Í mónum. Einstaklega skemmtilegt og þökkum við þeim kærlega fyrir :-)

Lesa meira

Arnarhreiður - 15.11.2017

Í dag voru elstu börnin okkar á Arnarhreiðri með uppákomu. Þau fóru með þulu fyrir okkur sem kallast Talnaþulan. Stóðu sig að sjálfsögðu með stakri prýði og voru öryggið uppmálað :-) einnig sungu þau og leyfðu öllum hinum að syngja með okkur lagið Út í mónum. Þökkum þeim kærlega fyrir :-)

Lesa meira

Birgitta Haukdal - 14.11.2017

Í dag kom hún Birgitta Haukdal til okkar. Hún kynnti sig fyrir okkur og sagði svo skemmtilega frá hvað hún væri að gera hér hjá okkur í Rjúpnahæð, hún sagði okkur að hún væri rithöfundur, söngkona og svo eitt í viðbót...krakkarnir sögðu strax að hún hefði verið í Eurovision en voru ekki jafn fljót að tengja að hún væri líka ,,gulrót" eins og hún sagði svo skemmtilega frá :-) Spurði hvort þau hefðu horft á Ávaxtakörfuna og hún væri einmitt Gedda Gulrót í Ávaxtakörfunni. En í dag var hún hjá okkur sem rithöfundur og las úr nýjustu bók sinni, Lára fer í sund. Einstaklega skemmtilegt og allir krakkarnir voru mjög áhugasamir og hlustuðu af mikilli einlægni og áhuga. Við þökkum Birgittu kærlega fyrir að koma til okkar :-)


Lesa meira

Í morgun... - 14.11.2017

Í morgun fengum við dásamlega unga stúlku til okkar, Halldóru Björg Jónasdóttir. Hún er nemi og í námi í Söngskóla Reykjavíkur. Hún söng fyrir okkur lagið Santa Lucia og voru allir hugfangnir af fallegum söng :-)

Takk kærlega fyrir komuna til okkar...

Fréttasafn


Atburðir framundan

Jólaverkstæði yngri 28.11.2017

Í dag er jólaverkstæði hjá Spóahreiðri, Lóuhreiðri og Þrastarhreiðri kl: 15:00-17:00. Hlökkum til að njóta saman, föndra, skera út laufabrauð, mála piparkökur o.m.fl.

 

Jólaverkstæði eldri 29.11.2017

Í dag er jólaverkstæði hjá Krummahreiðri, Álftahreiðri og Arnarhreiðri kl: 15:00-17:00. Hlökkum til að njóta saman, föndra, skera út laufabrauð, mála piparkökur o.m.fl.

 

Skipulagsdagur 2.1.2018

Í dag er skipulags-námskeiðsdagur í Rjúpnahæð og leikskólinn lokaður.

 

Fleiri atburðir