Sími 4416700

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Rafmagnslausidagurinn - 12.1.2018

Í dag einkenntist morguninn af leik með ljósi og skugga en það var Rafmagnslausdagur í Rjúpnahæð. Við gerum okkur glaðan dag í myrkrinu og fræðumst um gamla tíma ásamt því að skoða og kynnast afleiðingum þess að ekkert rafmagn var í leikskólanum. Hjá elstu þremur deildunum var tekið á móti þeim úti þar sem það rættist ótrúlega úr veðrinu. Börnin léku út um allan garðinn, fengu morgunmat, hitaður var Hraunsafi(heitt vatn og Ribenasafi), kveiktum varðeld, sungum nokkur lög í vinastund og nutum þess að leika með vasaljósin okkar :-)


Hjá yngri þremur deildunum var tekið á móti þeim inni í flæðinu, ótrúlega spennandi leikur myndaðist þar sem mjög óvenjulegar aðstæður voru fyrir hendi. Börnin fengu Cheerios í morgunmat, skoðuð ljósin hjá hvort öðru og fengu að fljóta um allan leikskólann sem var mjög spennandi því það var enginn á eldri gangi nema þau, vinastundin var á nýjum stað og allir fengu tækifæri á því að njóta sín vel í myrkrinu :-)


Jólin kvödd - 5.1.2018Í dag héldum við þrettándagleði hér í Rjúpnahæð. Við vorum einstaklega heppin með veður og þrátt fyrir pínu kulda gátu allir komið út og skemmt sér við varðeldinn :-) Elstu börnin okkar á Arnarhreiðri sáu um að saga jólatréiið okkar því sú hefð hefur skapast að setja hluta af því á varðeldinn. Krakkarnir á Arnarhreiðri fengu jafnframt að halda á stjörnuljósum og syngja fyrir okkur hin nokkur vel valin lög :-) Að því loknu tókum við öll undir og sungum og dönsuðum við jóla-og áramótalög. Einstaklega ánægjulegstund og við kveðjum jólin með bros á vor því við vitum að það er svo margt spennandi og skemmtilegt framundan. Hlökkum til að hafa gaman og njóta með ykkur...

Lesa meira

Ný gjaldskrá 1. janúar 2018 - 28.12.2017

Samþykkt hefur verið af bæjarstjórn Kópavogs ný gjaldskrá sem tekur gildi þann 1. janúar 2018. Hér er hægt að sjá hana.

Jólin að renna í garð... - 21.12.2017

Óhætt að segja að við séum búin að vera hafa það gaman í leikskólanum. Við erum búin að hafa jólaball, jólamat, jólaverkstæði, jólaleikrit, foreldrakaffi og endalaus kósíheit :-) Við höfum gætt þess að hafa rólegt og notalegt þannig að allir séu að hafa gaman og ekkert stress hér hjá okkur. Jólasveinarnir hafa sent okkur bréf á hverjum degi við mikla kátínu og einn skildi eftir sig skyr og annar bjúgur þannig að það var mikil spenna og fjör hjá okkur.Við erum einstaklega þakklát fyrir yndisleg börn, frábært starfsfólk og dásamlega foreldra - Við óskum ykkur öllum  - Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Bóndadagur - Þorrablót 19.1.2018

Í tilefni dagins ætlum við að bjóða pabba- afa- frænda að koma til okkar í Bóndamorgunkaffi :) Auglýst nánar síðar...Við ætlum einnig að hafa Þorrablót í tilefni dagsins.

 

Dagur leikskólans 6.2.2018

6. febrúar er dagur leikskólans og við höldum hann hátíðlega- auglýst nánar síðar :-)

 

Fleiri atburðir