Sími 4416700

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Vinabangsarnir okkar :-) - 5.10.2018

Í Rjúpnahæð eiga allar deildar einn bangsa sem börnin fá að taka með sér heim ásamt lítilli bók til að skrifa í hvað barnið og bangsinn gerðu saman. Bangsarnir eru því sex talsins og heita ýmist Bóbó, Bingó eða Rikki :-) En hugsunin er að barnið taki hann með sér heim, hann taki þátt í því sem barnið gerir hverju sinni og síðan kemur barnið með hann og bókina daginn eftir í leikskólann. Börnin fá síðan tækifæri í samverustund til að segja frá og sýna jafnvel myndir af því sem þau gerðu með bangsanum og um leið æfa þau sig til dæmis í að koma fram og segja frá. Þetta veitir þeim gífurlega ánægju og mikil tilhlökkun er eftir því að fá vinabangsann heim með sér.

Við vorum alveg ótrúlega heppin í Rjúpnahæð þegar amma hennar Rakelar Maríu hún Guðrún Ólafsdóttir færði okkur ný föt á alla bangsana okkar sem hún prjónaði. Þeir eru ekkert smá glæsilegir og verður pottþétt ekki kalt í vetur.

Takk kærlega fyrir :-) Heimabangsar4Heimabangsar2


Lesa meira

Öryggið í fyrirrúmi - 2.10.2018

Í síðustu viku fórum við öll hér í Rjúpnahæð á slysavarnarnámskeið hjá Herdísi Storegard. Þar sem hún fór í öll helstu grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings með markmiðið að öðlast lágmarksfærni í að veita börnunum og hvort öðru aðstoð í bráðatilfellum. Námskeiðið var mjög gagnlegt og fengum við öll að æfa okkur til að mynda í að blása/endurlífga dúkkubarn.Skyndi3Skyndi2Skyndi1

Blær mættur á svæðið :-) - 24.9.2018

Blær er komin til okkar aftur eftir skemmtilegt ferðalag í sumar. Blær fór heim til sín til Ástralíu og þaðan til Danmerkur, Kaupmannahafnar þar sem hann hitti hana Nínu á Arnarhreiðri og fékk að koma með henni heim aftur til okkar í Rjúpnahæð. Börnin urðu mjög glöð að sjá Blæ og nú taka við skemmtilegar samverustundir með Blæ og litlu vinunum hans sem öll börnin í Rjúpnahæð eiga.Blaerkominn2Blaerkominn3Blaerkominn1

Blær er táknmynd vináttu í verkefni Barnaheilla - Vinátta. Í verkefninu er lögð áherslá á mikilvægi þess að hefja forvarnarstarf strax á leikskólastigi með því að vinna með góðan skólabrag, jákvæð samskipti, vinsemd og virðingu fyrir fjölbreytni í nemendahópnum. Blæ fylgja litlir hjálpabangsar sem ætlaðir eru hverju barni sem tekur þátt í Vináttu. Blær og hjálpabangsarnir tákna traust og vináttu og er ætlað að minna börnin á að passa upp á aðra og að vera góður félagi allra. 779663-1-

Dásamleg berjavika - 7.9.2018

Þá er komið að lokum okkar dásamlegu berjaviku :-)

Hún hefur verið yndisleg þar sem allir hafa fengið að taka þátt á sínum forsendum. Í upphafi vikunnar voru ýmsar spurningar lagðar fram um ber, til að mynda hvernig vitum við hvort berin eru tilbúin, hvernig eru þau á litin, hvað getum við búið til úr berjunum? Skemmtilegar umræður og pælingar t.d. ef þau eru græn þá eru þau miklu súrari en þegar þau eru rauð :-) og það er sko enn til nóg af berjum sem við höldum áfram að smakka og fuglarnir okkar fá líka að njóta með okkur. En að lokinni berjatínslu þá þarf auðvitað að sulta, börnin hreinsuðu, vigtuðu og gerðu allt klárt fyrir sultugerðina og Rúnar og Elisabeth tóku svo lokasprettinn og bjuggu til rifsberjasultuna :-)

Það má ekki gleyma segja frá því að við vorum svo að sjálfsögðu með vöfflukaffi þar sem við gæddum okkur á dásemdarvöfflum með rifsberjasultu og rjóma...

Lesa meira

Uppskeruhátíð - 31.8.2018

Í dag var mikið fjör og gaman- bragðað á uppskerunni af bestu list. Gulrætur, hnúðkál, spergilkál, radísur, rófur og ýmislegt fleira var að finna á hlaðborðinu okkar þetta árið. Við vorum með opið flæði og allir fengu að njóta sín hvar sem þeir vildu ásamt því að taka nokkur spor við skemmtilega tónlist í Bjargi :-) Við komum að sjálfsögðu saman í Vinastund þar sem Krummahreiður stjórnaði og krakkarnir fluttu fyrir okkur þulu af mikilli prýði.

Í næstu viku ætlum við síðan að tína ber og búa til sultu og að sjálfsögðu að skella í vöfflukaffi af því tilefni :-)

Fréttasafn


Atburðir framundan

Skipulagsdagur 19.11.2018

Í dag er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags í Rjúpnahæð.

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica