Sími 4416700

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Dásamleg berjavika - 7.9.2018

Þá er komið að lokum okkar dásamlegu berjaviku :-)

Hún hefur verið yndisleg þar sem allir hafa fengið að taka þátt á sínum forsendum. Í upphafi vikunnar voru ýmsar spurningar lagðar fram um ber, til að mynda hvernig vitum við hvort berin eru tilbúin, hvernig eru þau á litin, hvað getum við búið til úr berjunum? Skemmtilegar umræður og pælingar t.d. ef þau eru græn þá eru þau miklu súrari en þegar þau eru rauð :-) og það er sko enn til nóg af berjum sem við höldum áfram að smakka og fuglarnir okkar fá líka að njóta með okkur. En að lokinni berjatínslu þá þarf auðvitað að sulta, börnin hreinsuðu, vigtuðu og gerðu allt klárt fyrir sultugerðina og Rúnar og Elisabeth tóku svo lokasprettinn og bjuggu til rifsberjasultuna :-)

Það má ekki gleyma segja frá því að við vorum svo að sjálfsögðu með vöfflukaffi þar sem við gæddum okkur á dásemdarvöfflum með rifsberjasultu og rjóma...

Lesa meira

Uppskeruhátíð - 31.8.2018

Í dag var mikið fjör og gaman- bragðað á uppskerunni af bestu list. Gulrætur, hnúðkál, spergilkál, radísur, rófur og ýmislegt fleira var að finna á hlaðborðinu okkar þetta árið. Við vorum með opið flæði og allir fengu að njóta sín hvar sem þeir vildu ásamt því að taka nokkur spor við skemmtilega tónlist í Bjargi :-) Við komum að sjálfsögðu saman í Vinastund þar sem Krummahreiður stjórnaði og krakkarnir fluttu fyrir okkur þulu af mikilli prýði.

Í næstu viku ætlum við síðan að tína ber og búa til sultu og að sjálfsögðu að skella í vöfflukaffi af því tilefni :-)

Uppskeran okkar - 30.8.2018

Í síðustu viku fóru krakkarnir okkar á Álftahreiðri og Krummahreiðri í skógarferð í Guðmundarlund - dásamlegt og allir nutu góða veðursins - grilluðu og fóru í ævintýraferðir :-)

Síðustu daga hefur veðrið leikið við okkur og við notað tækifærið og tekið upp úr matjurtagarðinum okkar, Undralandi. Þetta árið verður þó að segjast að uppskeran hafi ofurlítið brugðist okkur þar sem grænmetið okkar er óvenju lítið. Líklegt að veðrið spila þar eitthvað inn í en við ætlum samt að gera gott úr því og njóta þess- bætum bara pínu við :-) Við ætlum því að halda uppskeruhátíð á morgun, borða kjötsúpu og bragða á alls kyns grænmeti. Við ætlum líka að hafa grænmetisball þar sem allir mega koma í búningum :-) Hlökkum til...

Lesa meira

Sumarleyfi 2018 - 11.7.2018

Bestu kveðjur frá okkur í Rjúpnahæð í sumarleyfinu og hafið það rosalega gott - njótið samverunnar og við hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í 9. ágúst kl: 13:00  :-) Við þökkum ykkur sem eruð að hætta fyrir samveruna og óskum ykkur velfarnaðar á nýjum vettvangi en við eigum eftir að sakna ykkar og barnanna mikið.                                                                                                                                                                          Með sól í hjarta...

Sumarhátíðin okkar :-) - 29.6.2018

Í gær héldum við sumarhátíðina okkar í Rjúpnahæð. Veðrið var ekkert sérstaklega að vinna með okkur en við létum það nú samt ekkert stoppa okkur og áttum frábæra sumarhátíð með börnunum og fjölskyldum þeirra :-) Við viljum sérstaklega þakka stjórn foreldrafélagsins fyrir frábæra samvinnu en þau stóðu vaktina við grillið og buðu börnunum upp Íþróttaálfinn og félaga sem slógu að sjálfsögðu í gegn :-) Á sumarhátðinni er einnig margt annað skemmtilegt gert, Rjúpnahæðarhlaupið var að auðvitað á sínum stað og fengu börnin glæsilegar medalíur sem eldri gangurinn sá um að búa til. Í boði voru alls konar skemmtileg verkefni, á smíðasvæðinu var hægt að búa til listaverk, smíða, negla og líma. Í Undralandi voru búnir til blómapottar þar sem hægt var að sá fræjum í þá, á íþróttasvæðinu var glæsileg þrautabraut, í hlutverkakofunum ýmis skemmtilegur efniviður og í skapandi starfi var samvinnulistaverk.

Takk kærlega fyrir frábæra hátíð allir :-)

Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Haustfundir -hefjast 1.10.2018 - 11.10.2018

Í dag hefjast haustfundir í Rjúpnahæð - einn fundur á hverri deild þar sem farið er yfir áherslur skólaársins.

 

Skipulagsdagur 19.11.2018

Í dag er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags í Rjúpnahæð.

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica