Sími 4416700

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Skipulagsdagur í Rjúpnahæð - 13.3.2018

Hér er allt á fullu og dagurinn nýttur vel til að skipuleggja starfið okkar. Við förum yfir öryggismál, skipulagið okkar í flæði, ýmis hagnýt atriði, förum yfir námsgögnin, förum á námskeið og margt fleira. Dagurinn flýgur áfram enda viljum við að leikskólinn okkar blómstri alltaf og því mjög mikilvægt að við vinnum vel í þágu okkar allra :-)

Höldum áfram að hafa gaman... - 6.3.2018

Óhætt að segja að við höldum áfram að njóta lífsins í Rjúpnahæð. Dagarnir verið alls konar undan farið, mikið rok, bleyta, snjór, sól, kuldi og hiti. Við finnum okkur alltaf eitthvað að rannsaka, læra og njótum hvers dags :-) Krakkarnir vinna að fjölbreyttum verkefnum, fræðast um heiminn, litina, líkamann og hvort annað svo eitthvað sé nefnt. Útikennslan okkar er komin á fullt þar sem nú er komið veður í að borða úti, fara í ferðir og gera það sem við viljum...

Konudagurinn í Rjúpnahæð - 19.2.2018

Konudagur er fyrsti dagur Góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar. Þann dag minntust bændur og eiginmenn húsfreyjunnar með því að fagna góu, sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn. Konudaginn ber ávallt upp á sunnudag en í við í Rjúpnahæð fögnuðum honum síðastliðinn föstudag með því að bjóða í morgunhressingu. Allar mömmur, ömmur, frænkur og systur voru hjartanlega velkomnar til okkar. Við buðum upp á hafragraut og alls kyns gúmmelaði ávexti J Yndislegur dagur og þökkum við kærlega fyrir frábæra mætingu til okkar í tilefni dagsins…

Lesa meira

Öskudagur öskudagur öskudagur - 14.2.2018

Vá hvað það er búið að vera mikið fjör hjá okkur í dag :-) Við byrjuðum daginn á því að klæða okkur í búningana okkar með aðstoð frá foreldrum. Börnin fengu síðan að fljóta um húsið og láta mála sig ef þau óskuðu eftir því, við fórum svo í örstutta samverustund því allir voru yfir sig spenntir að fara slá ,,köttinn"- snakkið úr tunnunni :-) Mikið fjör og mikið gaman - að því loknu var Öskudagsball með stuði og stemmningu þar sem allir gátu dansað og haft gaman. Við vorum svo með pylsupartý í hádeginu þar sem börnin fengu að velja sjálf hvar þau sátu í húsinu. Einstaklega ánægjulegur dagur í alla staði...

Lesa meira

Bolla bolla bolla... - 12.2.2018

Ljúfur og góður dagur í blíðunni eftir fjörið í veðrinu um helgina...Hér var góða veðrið notað, farið í flæði, Laup, Lund  og  ýmsar samverustundir yfir daginn...En það sem stóð upp úr voru auðvitað BOLLURNAR á Bolludaginn sjálfan :-) Allir fengu fiskibollur í hádeginu en það voru samt rjómabollurnar með öllu tilheyrandi sem slógu í gegn - gúmmelaði með súkkulaði og allir gátu fengið sér rjóma og sultu ef þeim langaði í :-)

 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Gleðilega páska 29.3.2018 - 2.4.2018

29.mars-2.apríl er páskafrí.

 

Opið hús 9.5.2018

Í dag bjóðum við alla velkomna á opið hús í Rjúpnahæð :-) Auglýst nánar síðar...

 

Skipulagsdagur 18.5.2018

Í dag er skipulagsdagur og því lokað í leikskólanum.

 

Sumarleyfi 2018 11.7.2018 - 9.8.2018

Rjúpnahæð lokar vegna sumarleyfa frá 12. júlí-8. ágúst. Leikskólinn lokar því kl.13 miðvikudaginn 11.júlí og opnar aftur eftir sumarleyfi kl:13 fimmtudaginn 9.ágúst.

 

Fleiri atburðir