Sími 4416700

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Útskrift - Sumarskóli - 12.6.2018

Það er óhætt að segja að það er alltaf líf og fjör í leikskólanum. Sumarskólinn okkar er kominn á fullt þar sem börnin fá að njóta sín á hinum ýmsu svæðum í útverunni - við bjóðum upp á mismunandi smiðjur - smíðasvæði- hlutverkasvæði- garðyrkju- íþróttir - leiki í Brekku- skapandi starf- frjálsan leik og ekki má gleyma útikennslunni/vettvangsferðunum okkar. Börnin hafa frjálst val og flæða á milli svæðanna eftir áhuga hverju sinni - þau fara síðan einu sinni í viku í útikennslu - langar vettvangsferðir þar sem þau heimsækja hina ýmsu staði og elda úti og margt fleira skemmtilegt.

Það eru hins vegar einnig blendnar tilfinningar á vorin þegar við útskrifum okkar yndislegu elstu börn í leikskólanum að þessu sinni frá Arnarhreiðri. Að kveðja börnin sem við höfum fylgst með síðustu ár, að sjá þau dafna í leik og starfi er dásamlegt. Við þökkum þeim innilega fyrir samfylgdina og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni :-)

Krakkarnir fóru í útskriftarferð á Úlfljótsvatn og skemmtu sér konunglega. Þau útskrifuðust síðan frá Rjúpnahæð við hátíðlega athöfn í veislusal Salaskóla þar sem foreldrum og fjölskyldu var boðið.

Útskriftarferð elstu barnanna... - 1.6.2018

Í dag héldu elstu börnin okkar á Arnarhreiðri í útskriftarferðina sína á Úlfljótsvatn. Mikil tilhlökkun skein úr augum þeirra enda ekkert smá gaman að vera fara í útskriftarferð :-) Foreldrafélagið okkar og leikskólinn bjóða útskriftarbörnunum í þessa frábæru ferð og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Á Úlfljótsvatni er sannkallað ævintýraumhverfi, þar fara börnin í alls kyns ævintýraferðir - ratleik, grilla og ekki má gleyma að hreinlega bara njóta í skemmtilegu umhverfi.

Undraland... - 24.5.2018

Við látum sko ekki sveiflurnar í veðrinu stoppa okkur…ó nei. Hér í Rjúpnahæð er sko allt komið á fullt í Undralandi, matjurtagarðinum okkar. Við erum svo heppin þetta árið að við fengum liðsauka frá henni ,,Ömmu náttúru“. Hún hefur komið til okkar nokkur skipti núna , byrjaði á því að vera með börnunum inni þar sem þau gróðursettu fræ og fengu fræðslu og síðan færðum við okkur út. Fyrst byrjuðum við á því að gera garðinn okkar fínan, stungum upp og hreinsuðum hann vel. Amma náttúra kom svo til okkar og þá gróðursettum við saman meðal annars gulrótarfræ, radísur og kartöflur.

 

Það má ekki gleyma því að garðyrkjan hefur í raun tengingu við flest námssviðin okkar eins og hún Amma náttúra bendir svo réttilega á. Hún byggist á félagsfærni barnanna og hæfni til að lesa í umhverfið, stuðlar að heilbrigðum lífsháttum og góðri hreyfingu og einnig virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni. Garðyrkja er skapandi og lifandi starf sem vekur upp gleði og undrun, örvar skynjun og styður við sköpunarkraft barnanna. Hún er einnig þakklátt og gefandi starf sem gerir líf og starf leikskólans ríkara bæði fyrir börnin og starfsfólk leikskólanna.

Lesa meira

Skólapúlsinn - 14.5.2018

Við erum ótrúlega stolt og þakklát fyrir frábæra þátttöku og niðurstöður úr Skólapúlsinum.

Niðurstöður úr Skólapúlsinum sýna að við erum algjörlega á réttri braut með starfið okkar hér í Rjúpnahæð. Yndisleg börn, frábærir foreldrar og síðast en ekki síst starfsfólk sem leggur sig hundrað prósent fram til að gera góðan leikskóla enn betri :-) Gaman að segja frá því að leikskólinn skorar á sjö stöðum vel yfir meðallagi á landsvísu.

Hér koma niðurstöður úr könnuninni í heild sinni – við munum taka allar athugasemdir(jákvæðar/neikvæðar) og skoða þær vel og vinna enn frekar með þær.

Þar sem við nýtum hvert tækifæri í Rjúpnahæð til að gleðjast saman nýttum við að sjálfsögðu tækifærið og fögnuðum með okkar frábæra starfsfólki :-) 

Skóladagatal 2018-2019 - 3.5.2018

Þá er skóladagatalið okkar fyrir næsta skólaár tilbúið :-) Hér getið þið séð helstu viðburði og þá daga sem leikskólinn er lokaður næsta skólaár. Hér er hægt að skoða það.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Sumarleyfi 2018 11.7.2018 - 9.8.2018

Rjúpnahæð lokar vegna sumarleyfa frá 12. júlí-8. ágúst. Leikskólinn lokar því kl.13 miðvikudaginn 11.júlí og opnar aftur eftir sumarleyfi kl:13 fimmtudaginn 9.ágúst.

 

Fleiri atburðir