Sími 4416700

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Dagur leikskólans - 6.2.2019

Í gær héldum við hátíðlega upp á dag leikskólans. Börnin voru búin að kjósa um mat sem þau vildu hafa og var gaman að sjá hversu margar hugmyndir komu allt frá brauði með smjöri upp í hangikjöt einnig var á listanum appelsínugul súpa með bleiku, núðlur, Cheerios, pizza og súkkulaðikjöt en hamborgari hafði vinninginn. 
Allar deildir gerðu hugarkort um hvað þeim finnst skemmtilegast að gera í leikskólanum og gaman er að sjá hversu fjölbreytt svörin voru. Álftahreiður málaði dúk sem settur var á matarborðið. Við fórum í vinastund fyrir hádegismat þar sem að Spóahreiður var með uppákomu og sungu fyrir okkur Allur matur og Litalagið. Eftir vinastund var hamborgarapartý og borðuðu allir inni á sínum deildum. Í kaffinu fengum við svo ávexti og súkkulaðiköku. Yndislegur dagur í Rjúpnahæð.

Lesa meira

Dagur leikskólans - 4.2.2019

Miðvikudaginn 6. febrúar er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í tólfta sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

Í Rjúpnahæð ætlum við að halda daginn hátíðlegan með því að gera starfið okkar enn sýnilegra, börnin hafa kosið um hvað eigi að vera í matinn og varð hamborgari fyrir valinu. Á deildum verða gerð ýmis hugarkort um hvað lífið í leikskólanum snýst um og eru spurð meðal annars hvað þeim finnst skemmtilegast að gera í leikskólanum. Við ætlum að halda vinastund þar sem Spóahreiður verður með uppákomu og fáum okkur köku í kaffinu. 

Sleda-34-

Lesa meira

Snjórinn - 29.1.2019

Síðustu daga hefur verið mikil kátína í útiveru þar sem snjórinn er bara svo skemmtilegur :-)

Börnin hafa leikið sér að því að búa til snjóbolta, snjókalla og ekki má gleyma að við vorum með sleðadag. Þá máttu börnin koma með snjótþotu eða sleðann sinn og njóta í litlu brekkunni að renna sér ásamt vinum sínum. Elstu börnin á Álftahreiðri þurftu aðeins stærri brekku og skelltu sér því í gönguferð með sleðann sinn og þar með gátu allir skemmt sér eftir aldri og þroska :-)

Sleda-34-Sleda-65-Sleda-43-Sleda-42-Sleda-46-Sleda-2-Sleda-26-


Lesa meira

Bóndadagurinn-Þorrinn - 25.1.2019

Takk fyrir frábæran dag :-) Áttum notalegan morgunn með öllum pöbbum,öfum, bræðrum og frændum í morgunmat þar sem boðið var upp á hafragraut og þjóðlegt gúmmelaði. Að því loknu tók við þorravinastund þar sem börnin á Álftahreiðri stjórnuðu ásamt Stefaníu- við sungum saman þorralög og að sjálfsögðu mættu allir með þorrahattinn sinn. Í hádeginu héldum við svo þorrablót þar sem boðið var upp á í aðalrétt slátur, rófustöppu og kartöflumús og síðan var hlaðborð með hinum ýmsa þorramat, hrútspungum, súrsuðu slátri, hangikjöt, harðfisk og ekki má gleyma hákarlinum sem margir fengu sér smakk á :-)

Thorrablot-7-Thorrablot-10-Thorrablot-1-Thorrablot-4-Bondakaffi-6-Vinastund-2-Bondakaffi-3-Bondakaffi-14-


Lesa meira

Þorrinn á næsta leiti... - 24.1.2019

Á morgun ætlum við að halda hátíðlega upp á Bóndadaginn sem einkennir oft upphafið af þorranum. Við ætlum að bjóða alla pabba, afa, frændur eða bræður í heimsókn til okkar í morgunkaffi - hafragraut og þjóðlegt gúmmelaði :-)

Börnin eru búin að vera gera þorrahatta í tilefni dagsins og hlakka mikið til að fá gesti.

Thorrahattar-3-Thorrahattar-4-Thorrahattar-1-Thorrahattar-9-

Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Konudagskaffi 22.2.2019

Í dag fögnum við Konudeginum sem er þann 24. febrúar með því að bjóða mömmum-ömmum-frænkum- systrum í morgunkaffi...nánar auglýst síðar :-)

 

Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur 4.3.2019 - 6.3.2019

Þessi vika er sko fjörvika í leikskólanum og við ætlum að skemmta okkur og hafa gaman saman og hápunkturinn er auðvitað Öskudagurinn...dagskrá auglýst nánar síðar.

 

Skipulagsdagur 19.3.2019

Í dag er leikskólinn lokaður þar sem það er skipulagsdagur kennara.

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica