Sími 4416700

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Dagur íslenskrar tungu- 16. nóvember - 16.11.2018

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlega víða um landið á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember hittumst við að sjálfsögðu og fögnuðum saman. Þetta er síðasti dagurinn okkar á menningarvikunum og búið að vera alveg frábær tími með geggjuð uppákomum :-)

Í dag sáu krakkarnir á Álftahreiðri um síðustu uppákomuna og gerðu það með stæl :-) Þau sungu Á íslensku má alltaf finna svar eftir Þórarinn Eldjárn, Ég er furðuverk eftir Jóhann G. Jóhannsson og síðast en ekki síst tóku þau Buxur, vesti, brók og skór eftir Jónas sjálfan Hallgrímsson. María á Álftahreiðri fræddi okkur líka um Jónas og sýndi okkur mynd af honum. Þetta var einstaklega skemmtilegt :-)

Alftamenninga-2-Alftamenninga-12-Alftamenninga-20-
En við fengum svo bónus eða algjörlega óvænt atriði þegar kennararnir stóðu upp og sungu tvo lög fyrir börnin- þeir stóðu sig að sjálfsögðu með stakri prýði :-)

Takk fyrir frábærar menningarvikur 2018


Kennarar-1-Kennarar-2-
Lesa meira

Spóahreiður og Lóuhreiður - 16.11.2018

Börnin á Spóahreiðri og Lóuhreiðri stigu á stokk á  fimmtudaginn :-) Mikil tilhlökkun og spenna í þeim þar sem mörg af þeim voru að taka sýn fyrstu skref í að koma fram fyrir allan leikskólann, þeim tókst að sjálfsögðu einstaklega vel og fannst þetta svo skemmtilegt. Börnin á Spóahreiðri riðu á vaðið og sungu fyrir okkur, Tröllalagið og Klukkulagið við mikla kátínu. Lóuhreiður tók svo við og sungu þau Út um mela og móa og Sértu glaður :-) Við þökkum þeim kærlega fyrir frábæra skemmtun.
Spoarmenninga-6-Lourmenninga-2-Lourmenninga-8-Spoarmenninga-2-
Lesa meira

Svavar Knútur - 14.11.2018

Í morgun fengum við frábæran gest til okkar hann Svavar Knút söngvaskáld. Hann kom með einn stóran og einn lítinn gítar eins og börnin orðuðuð það :-) Svavar Knútur flutti fyrir okkur lög eftir sjálfan sig í bland við nokkur önnur lög. Hann flutti t.d. Undir birkitré, Um morgun eftir sig og síðan til að mynda Kisan sem gufaði upp, Krúsílíus og Brumpulagið, að sjálfsögðu við extra kátínu. Að því loknu fór hann með eldri börnunum inn á Krummahreiður og las þar upp úr ásamt því að færa okkur bókina Rummungur ræningi eftir Otfried Preubler sem var uppáhalds barnabókin hans. Börnunum leist mjög vel á hana og geta eiginlega ekki beðið eftir að halda áfram að hlusta :-) Við þökkum honum kærlega fyrir að koma til okkar í Rjúpnahæðina. 
Við færðum honum svo litla gjöf eins og öllum gestunum okkar, kertastjaka með listaverkum barnanna á þannig geta þau hugsað til okkar þegar þau tendra ljós.Svavar-3-Svavar-12-Svavar-5-Svavar-1-Svavar-15-Svavar-10-
Lesa meira

Börnin í skýjunum :-) - 13.11.2018

Við erum svo þakklát og alveg í skýjunum eins og börnin okkar hér í Rjúpnahæð. Það er svo frábær foreldrahópurinn okkar sem styður okkur í einu og öllu hér í Rjúpnahæð. Í dag fengum við að gjöf frá þeim þrjú geggjuð hjól og börnin strax farin að njóta þeirra úti í góða veðrinu :-)Hjol-6-Hjol-2-
Lesa meira

Krummahreiður - 13.11.2018

Börnin á Krummahreiðri fóru algjörlega á kostum í morgun á menningardögunum. Þau sungu tvo lög, Á Sprengisandi (öll erindin) og Litla flugan ásamt því að flytja vísuna um dýrin, Hani, Krummi (hundur, svín). Við þökkum þeim kærlega fyrir :-)Krummamenningar-2-Krummamenningar-3-Krummamenningar-1-
Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Skipulagsdagur 19.11.2018

Í dag er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags í Rjúpnahæð.

 

Jólaverkstæði yngri álma 27.11.2018

Í dag er jólaverkstæði á Þrastarhreiðri, Lóuhreiðri og Spóahreiðri, kl: 15:00-17:00. Einstaklega skemmtileg stund þar sem börn, foreldrar og kennarar hefja undirbúning jólanna. Nánar auglýst síðar...

 

Jólaverkstæði eldri álma 28.11.2018

Í dag er jólaverkstæði á Krummahreiðri, Álftahreiðri og Arnarhreiðri kl: 15:00-17:00. Einstaklega skemmtileg stund þar sem börn, foreldrar og kennarar hefja undirbúning jólanna. Nánar auglýst síðar...

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica