Sími 4416700

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

Forsíðumynd 3

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Gleðilega páska - 17.4.2019

Óskum ykkur gleðilegra páska - njótið samverunnar og hafið það sem allra best :-)


Paskaungar

Friðarheimsókn - 16.4.2019

Í dag áttum við notalega og skemmtilega stund saman - við fengum hana Stefaníu Ólafsdóttir frá Lotushúsinu til okkar og Álftahreiður var með uppákomu. Stefanía ræddi við okkur um frið og hvernig við búum til frið innra með okkur. Við gerðum öndunaræfingar- töldum upp á þrjá og bjuggum til kertaloga með höndunum og blésum svo á það í öndunaræfingunum okkar. Lokuðum augunum og ímynduðum okkur blóm, við settum svo blómið við hjartað okkar og gáfum því hlýju og önduðum inn í hjartað og blómið stækkaði og opnaðist.

Stefanía las fyrir okkur úr bók sinni, Undir heillastjörnu- hugleiðslur og heillakort, söguna Eldfjallasteinn þar sem við hugleiddum, fengum steina í hönd og spáðum til að mynda í hita og kulda. 

Yndisleg stund þar sem börnin eru að sjálfsögðu algjörir snillingar og nutu sín í botn :-)

Lotus-48-Lotus-34-Lotus-18-Lotus-11-Lotus-27-Lotus-46-

Lesa meira

FRIÐUR - 10.4.2019

Gaman að segja frá því að við í Rjúpnahæð erum að taka þátt í verkefni um FRIÐ. Það var leitað til okkar um þátttöku í verkefninu af einni formóðir úr Evrópuráði formæðra hér á Íslandi þar sem okkar stefna einkennist að lýðræðislegri vinnu með börnunum.

En Evrópuráð formæðra samanstendur af 25 konum frá 14 löndum víðsvegar um heim, valið er eitt málefni fyrir hvert land og að þessu sinni er verkefnið á Íslandi og var FRIÐUR fyrir valinu. Hugsunin með verkefnunum er að brúa bilið milli kynslóða og viðhalda menningu. Monica Abendroth hörpuleikari er í forsvari og í samstarfi við Íslandsdeild Sameinuðu þjóðanna fyrir verkefnið hérna og er það unnið í samstarfi við Mosfellsbæ, Reykjarvíkurborg og svo við…

Þetta er gífurlega skemmtilegt ferli og umræðan komin á fullt – börnin eru til dæmis að gera hugarkort um FRIÐ þar sem þau voru m.a. spurð – Hvað er FRIÐUR? Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið FRIÐUR? Við ætlum að túlka FRIÐ á margan hátt og við munum gera hugarkort, teikna, mála, gera ýmis listaverk og síðast en ekki síst ætlum við að halda heljarinnar sýningu.

Nú erum við að vinna á fullu sameiginleg verkefni í flæðinu og ætlum að gera t.d. TRÉ og HNÖTT sem tákna FRIÐ. Rætur trésins eru til að mynda hugsaðar sem gildin sem þarf til að það sé friður m.a. - samvinna, heiðarleiki, kærleikur, virðing, hamingja, sjálfræði, lýðræði og gleði.

Við erum líka að búa til Friðarhnött þar sem við vinnum í tengslum við Barnasáttmálann og Heimsmarkmiðin – Að öll börn eigi að búa við jafnræði, hafi rétt til að láta skoðanir sínar í ljós, rækta sína hæfileika… allir búa því til sína persónu á hnöttinn og verður þetta síðan okkar Friðarhnöttur.

Einnig eru börnin að gróðursetja fræ og munu fylgjast með og sjá til þess að þau vaxi og dafni og velta fyrir sér hvað þarf til þess að blóm- tré þurfi til að njóta sín.

Börnin velja sér einnig sinn friðarlit og mála hann og klippa og aldrei að vita hvað kemur skemmtilegt út úr fallegu friðarlitunum…

Alls konar fræðsla og vinna með hugarkort er samhliða þessum verkefnum ásamt því að tengja þetta allt saman til að mynda við Blæ sem er snillingur í að vinna t.d. með tilfinningar og hvernig við komum fram við hvort annað. Sumir eru að búa til friðarsögur, dúfur, alls konar dýr, ávexti og margt margt fleira…

Hlökkum til að halda áfram með þetta spennandi verkefni og sjá hvert það leiðir okkur…

IMG_7840IMG_7841IMG_7845IMG_7839IMG_7843IMG_7842IMG_7844

Lesa meira

Fjölbreytni - 5.4.2019

Það eru sko fjölbreytt verkefnin og enn meiri ábyrgð sem getur fylgt því að vera elstur í leikskólanum :-) Börnin læra strax frá upphafi í Rjúpnahæð að þau geta haft áhrif á það sem þau læra og vilja gera. Börnin á Álftahreiðri, elstu börnin okkar byrjuð til að mynda nýverið að stjórna Vinastundunum á föstudögum þar sem allur leikskólinn kemur saman og syngur eða börnin eru með uppákomur. Áhuginn var það mikill að fá að stjórna stundunum að þau óskuðu sérstaklega eftir því að fá að sjá bara um Vinastundirnar meðan þau væru í Rjúpnahæð.

Liður í samfellu milli skólastiga er að kynnast skólaumhverfinu í grunnskólunum og hafa börnin verið að fara í heimsókn í Salaskóla ásamt því að fá krakkana í Salaskóla í heimsókn til okkar. Í vikunni fóru börnin á Álftahreiðri í heimsókn í dægradvölina þar sem þau kynntust umhverfinu þar. 

Við höfum verið dugleg að nýta þessa geggjuðu veðurdaga undanfarið, nýtt umhverfið í kringum leikskólann, farið á önnur leiksvæði, farið í sleðaferðir eða hreinlega bara notið þess að vera úti í garði :-)

20190404_10231620190404_102458Vettvangsferdseljaskoli-6-Vettvangsferdseljaskoli-13-Vettvangsferdseljaskoli-10-


Krakkavinastund-6-

  

Lesa meira

Öskudagur - 6.3.2019

Mikið skemmtilegra leikskólafjör er varla hægt að finna en stuðið í morgun í Rjúpnahæð :-) Börnin mættu í leikskólann, klæddu sig í búninginn sinn með aðstoð foreldra sinna, fengu andlitsmálingu, fóru í öskudagsvinastund, slógu ,,köttinn" úr tunnunni, fóru á ball og síðan var puslupartý...þessa stundina eru yngri börnin að hvíla sig eftir fjörið og eldri börnin komin út í góða veðrið. Við ætlum svo að hafa það kósí inni og ljúka deginum með súkkulaðisnúðaveislu ásamt ávöxtum í síðdegishressingunni. Óhætt að segja að allir hafi notið sín í morgun, sumir þurftu smá tíma til að melta aðstæður en komu svo inn af fullum krafti í stuðið. 

Að venju hönnuðu, máluðu, saumuðu börnin og starfsfólkið búningana sína og það fer ekki fram hjá neinum að mikill metnaður er í búningunum þetta árið, alls kyns furðuverur mættar á svæðið :-)


Skemmtun-74-

Skemmtun-45-Skemmtun-159-Skemmtun-134-Skemmtun-43-Skemmtun-161-Skemmtun-149-Skemmtun-189-Skemmtun-135-Skemmtun-67-Skemmtun-113-Skemmtun-84-Skemmtun-93-Undirbuningurkassa-1- 

Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Páskar 18.4.2019 - 22.4.2019

Gleðilegt páskafrí :-) Leikskólinn lokar- páskafrí 18.-22.4. Sjáumst 23. apríl :-)

 

Skipulagsdagur 17.5.2019

Í dag er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags.

 

Rjúpnahæð 17 ára 24.5.2019

Í dag gerum við okkur glaðan dag í tilefni af 17 ára afmæli leikskólans sem er 25.maí :-)

 

Útskriftarferð Álftahreiðurs 31.5.2019

Í dag fara börnin okkar á Álftahreiðri- útskriftarárgangurinn okkar á Úlfljótsvatn í útskriftarferð í boði foreldrafélagsins og leikskólans :-)

 

Útskrift elstu barnanna 7.6.2019

Í dag er útskrift elstu barnanna á Álftahreiðri við hátíðlega athöfn. Nánar auglýst síðar...

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica