Sóttvarnir í Rjúpnahæð

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi hefur verið gefin út og tók gildi á miðnætti fimmtudaginn 25. mars. Reglugerðin gildir um allt skólastarf á landinu en nær einnig til frístundaheimila, félagsmiðstöðva og íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.
 
  • Helstu reglur fyrir leikskóla
  • · Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 10
  • · Lámarksfjarlægð milli starfsfólks: 2 metrar
  • · Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
  • · Lágmarksfjarlægð milli nemenda: Engin
  • · Grímunotkun nemenda: Engin

Áður en við grípum til verklags vegna fáliðunnar og sendum börn heim vegna starfsmannaeklu eða skiptum börnum upp í hópa biðlum við til ykkar að þeir sem hafa tök á að hafa börnin sín heima geri það.
Aðstæðurnar í leikskólanum eru þær að margir starfsmenn eiga börn í grunnskóla og hafa ekki tök á að mæta til vinnu, starfsfólk er í fyrirfram ákveðnu orlofi og vinnustyttingu, því er vitað að það verður færra starfsfólk í húsi.
Vinsamlegast látið okkur vita ef að barnið ykkar mætir ekki í leikskólann næstu daga.
 
Við biðjum ykkur kæru foreldrar og aðrir forráðamenn að ef að þið sjálf hafið flensueinkenni eða eruð veik, vinsamlega komið ekki með börnin í leikskólann heldur fáið aðra til að gera það. Að sama skapi eiga börn að vera heima ef þau eru með flensueinkenni líkt og kvef eða hósta, eru illa upp lögð, veik eða með hita.
___________________________________________________________________________
Frá og með deginum í dag er leikskólanum okkar skipt upp í tvö sóttvarnarsvæði og innan hvors svæðis eru tvö hólf
  • Sóttvarnarsvæði 1 > Mýri
  • Hólf A: Álfta- og Krummahreiður
  • Hólf B: Arnarhreiður og miðrými/eldhús/skrifstofa
  • lokað á milli með tjöldum
  • Sóttvarnarsvæði 2 > Mói
  • Hólf C: Spóahreiður
  • Hólf D: Lóu-og Þrastarhreiður
  • aðskilið á milli með skilrúmum
  • Aðgengi foreldra að leikskólanum hefur aftur verið takmarkað
  • Foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í leikskólann
  • Í upphafi dags taka starfsmenn á móti börnunum í útiveru og eiga því börnin að koma klædd eftir veðri.
  • Ekki verður boðið upp á hafragraut að svo stöddu, ávaxtastund verður í útiveru eða þegar komið er inn
  • Starfsfólk er með grímur þegar þeir taka á móti börnunum
  • Foreldrar bera grímur þegar komið er með börnin í leikskólann og þegar þau eru sótt
  • Skilað verður úti í lok dags þegar veður leyfir og biðjum við ykkur um að passa upp á 2 metra regluna
  • Deildastjórar hverrar deildar munu senda ykkur póst í dag varðandi útifatnað barnanna, hvernig því verður háttað.

Eins og ávallt yndislegu foreldrar, takk fyrir gott samstarf :)
Hrönn og Margrét