Blár dagur á morgun

Komið þið sæl
Styrktarfélag barna með einhverfu heitir Blár apríl og mánuðurinn er notaður til að halda upp á fjölbreytileikann. 2. apríl er alþjóðadagur vitundar um einhverfu og verður á morgun föstudag 9. apríl haldið upp á BLÁA DAGINN. Þá mega þeir sem vilja mæta bláklædd í leikskólann og sýna þannig stuðning við fjölbreytileikann.

Hægt er að horfa á fræðslumyndbönd um Dag og Maríu en þau má finna á www.blarapril.is - horfa á þau saman og spjalla saman um fjölbreytileikann - fræðast um einhverfu og sýna einhverfum stuðning og samstöðu.

Bestu kveðjur
Starfsfólk Rjúpnahæðar