Fréttir af Arnahreiðri

Útskriftahópurinn á Arnahreiðri eru búin að vera að vinna með þema um Eldgos og í tilefni af því ætla þau ásamt kennurunum sínum að fara í Perluna að skoða safnið þar. Til að toppa daginn ætla þau að fara út að borða á Grillhúsið. Börnin ásamt kennurunum fengu frábæra hugmynd að búa til listaverk og selja foreldrum sínum til þess að geta farið út að borða. Mikill spenningur er fyrir ferðinni því þar sem þau hafa ekki getað gert mikið vegna covid. Krökkunum fannst þetta vera svo skemmtilegt að geta selt listaverkið sitt og fengið pening í staðinn til þess að fara með á leikskólann. Krakkarnir pökkuðu sjálf inn myndinni með aðstoð kennara, völdu slaufu og settu verðmiða á. Ótrúlega skemmtilegt verkefni og mikill spenningur fyrir komandi tilbreytingardegi