Sumarskólinn byrjaður í Rjúpnahæð

Sumarskólinn byrjaði hjá okkur á þriðjudaginn við mikla gleði allra, samverustundin byrjar fyrr núna eða um 9 og sumarskólinn byrjar klukkan 9:30. Í boði eru mörg spennandi svæði, búleikur, frjáls leikur, íþróttasvæði, könnunaraðferð og úrvinnsla, undraland/ævintýri í sandkassa, uppgötvunarsvæði/útikennsla, orða og Lubbafjör og danssmiðja. Börnin láta veðrið ekkert á sig fá og fara bara út í þeim klæðnaði sem hentar hverju sinni. Drullumallið vekur alltaf jafn mikla lukku, það er svo gaman að sulla með vatn og drullu :) Íþróttasvæðið og könnunaraðferðir og úrvinnsla fara af og til út af lóðinni með kennurum, rannsaka umhverfið og prófa nýja leikvelli. Við ætlum að vera dugleg að setja inn fréttir og myndir, endilega fylgist með
Fréttamynd - Sumarskólinn byrjaður í Rjúpnahæð Fréttamynd - Sumarskólinn byrjaður í Rjúpnahæð Fréttamynd - Sumarskólinn byrjaður í Rjúpnahæð Fréttamynd - Sumarskólinn byrjaður í Rjúpnahæð Fréttamynd - Sumarskólinn byrjaður í Rjúpnahæð Fréttamynd - Sumarskólinn byrjaður í Rjúpnahæð Fréttamynd - Sumarskólinn byrjaður í Rjúpnahæð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn