Útskriftarferð Arnarhreiðurs

Á þriðjudaginn fór Arnarhreiður í útskriftarferð á Úlfljótsvatn, það var mikil eftirvænting og allir svo spenntir. Krakkarnir fóru með rútu um 9:30 sem er mikið sport, þegar þau komu á Úlfljótsvatn fóru þau í ratleik, grilluðu pulsur síðan fengu þau öll að poppa og leika sér á svæðinu. Það rættist heldur betur úr veðrinu og fengu þau milt og gott veður, smá rigning í hádeginu sem var bara skemmtilegt :) farið var aftur í rútuna klukkan 14:00 og haldið heim á leið, þegar þau komu í leikskólann fengu allir snúð og svala. Dásamlegur dagur og allir skemmtu sér konunglega.
Myndir fylgja fréttinni :)