Sumarskóli - vika tvö og þrjú

Í vikunni hafa orðið nokkrar breytingar, Arnarhreiðurskrakkarnir eru farin í Ævintýraland í Salaskóla en koma þó eitthvað í heimsókn til okkar upp í Rjúpnahæð. Krakkarnir á Lóu-og Spóahreiðri sem eru fædd 2018 eru flutt yfir á Arnarhreiður og ný börn byrjuð á Lóuhreiðri.
Í sumarskólanum er alltaf nóg í boði og skemmta sér allir vel, bæði börn og starfsfólk, við værum til í að sjá hærri hitatölur en við látum nú það ekki á okkur fá.
Íþróttasvæðið hefur farið í boltaleiki í garðinum okkar, farið í gönguferð í Salaskóla og gönguferð með yngri hóp.
Undraland/sankassaleikur - hefur meira verið í sandkassanum þar sem gróðursetningu er lokið, þar er ýmsilegt mallað í sandkassanum, sankökur og almennt sull :)
Í danssmiðjunni er aldrei róleg stund. Í síðustu viku byrjuðum við vikuna á því að hlusta saman á tónverkin Pétur og úlfurinn og Karnival dýranna. Við hlustuðum á tónverkin og veltum fyrir okkur hvaða hljóðfæri væri spilað á og hvaða lag táknar hvaða persónu. Á þriðjudeginum höfðum við tónlistarstund en í henni sungum við saman og dönsuðum. Lagið og sagan við Farðu burt! vakti athygli barnanna en það hefur sérstaklega verið mikið sungið á Spóahreiðri. Á miðvikudaginn höfðum við Karaoke ¿ stemningu og er það alltaf jafn vinsælt meðal barnanna. Það liggur í augum uppi að mörg þeirra hafa fylgst með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva enda syngja þau óspart sigurlag keppninnar, Zitti e Buoni. Á fimmtudeginum fylgdu börnin kennurunum í dansi en við lærðum meðal annars dansa við lögin Toy ¿ Netta, Dancing Lasha Tumbai ¿ Verka Serduchka, 10 years ¿ Daði og Gagnamagnið, Uno ¿ Little Big, Skibidi ¿ Little Big, Wild Dances ¿ Ruslana, Babyshark og Gummy Bear. Það var gríðarlega vinsælt og fóru allir sveittir og glaðir í hádegismat eftir það. Á föstudeginum endurtókum við svo leikinn frá því í síðustu viku. Þá dönsuðum við með slæður og prófuðum okkur síðan áfram í limbó. Skemmtilegir dagar af baki með þessum hæfileikaríku og kraftmiklu börnum. 
Mikið líf og fjör í Rjúpnahæð :)
Nokkrar myndir fylgja fréttinni :)