Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar

Í dag var uppskeruhátíð hjá okkur í Rjúpnahæð, í vikunni var tekið upp grænmetið úr garðinum okkar og börnin spurð opinnar spurningar í samverustund "hvað er uppskera?" svör þeirra voru skráð niður á hugarkort og í framhaldi af því var kennari með fræðslu um hvað uppskera væri. Uppskeran í ár var töluvert betri en í fyrra þar sem var uppskerubrestur. Gulrætur og kartöflur komu vel undan sumri ásamt hvítkáli og rófum.
Þrátt fyrir sólarleysi fórum við út og vorum með grænmetishlaðborð þar og svo voru nokkrir duglegir dansarar meðal kennarana með dansfjör, rosalega mikið fjör. Í hádeginu fengu svo allir gómsæta kjötsúpu sem Joana eldaði handa okkur.
Í tilefni dagsins fengu þau börn sem vildu að mæta í búning í leikskólann. Það sáust fullt af alls konar fígúrum í Rjúpnahæð í dag, allt frá ofurhetjum, prinsessum og fullt af dýrum.

Ís á uppskeruhátíðinni!
Mikael Hannes á Krummahreiðri fékk þá hugdettu að boðið yrði upp á ís á uppskeruhátíðinni þetta árið. Hann, ásamt nokkrum vinum, fór inn til Hrannar leikskólastjóra í lok dags í gær og sagði henni frá þessari hugmynd sinni. Hún tók vel í það, sagði honum að segja Heiðu deildarstjóra frá og bað hann svo að koma til sín morguninn eftir og ræða þetta betur. Í morgun fór hann svo inn til Hrannar og svaraði nokkrum spurningum um ástæður og mögulegar útfærslur hugmyndarinnar. Hann svaraði þeim samviskusamlega og þegar hann var spurður af hverju hann vildi hafa ís þennan dag var svarið einfalt og einlægt ¿því þetta er svo góður dagur! Það er svo gaman að vera í búning¿.
Hrönn spurði Mikael hvort honum fyndist þau ekki þurfa að ræða þetta við deildarstjórana á deildunum á Mýri og hvort hann væri tilbúinn að segja þeim frá þessari frábæru hugmynd. Hann var meira en til í það svo deildarstjórarnir þrír voru kallaðir á fund inn í sal ásamt nokkrum vinum af Krummahreiðri. Mikael Hannes stóð svo fyrir framan hópinn, sagði frá hugmyndinni, rökstuddi mál sitt og svaraði spurningum. Hann sagðist vilja að það yrði ís í boði á uppskeruhátíðinni því þetta væri svo góður dagur og að það sé svo skemmtilegt og gaman að vera í búning. Hann sagði að það væri hægt að borða ísinn hvenær sem er en fannst sniðugast að hafa hann eftir hádegismatinn. Hann var jafnframt á þeirri skoðun að það væri best að borða hann inni á deildum og að það yrði að passa að allir sætu kyrrir á meðan ísinn væri borðaður. Eftir nokkra umræðu var komist að þeirri niðurstöðu að hver deild myndi ákveða hvaða tími henti sér best. Deildarstjórarnir voru að lokum spurðir álits. Öllum leist svakalega vel á þessa hugmynd og var hún þar með samþykkt. Mikael Hannes stóð eftir, stoltur, glaður og ánægður með þetta allt saman.
Mikael Hannes sagði krökkunum á Krummahreiðri fréttirnar í samverustund og gleðin leyndi sér ekki í hópnum. Þegar Hrönn var svo búin að kaupa ísinn tilkynnti hún Mikael að ísinn væri kominn í hús og fékk hann að sjá hann í frystinum inni í eldhúsi. Hver deild sótti svo ískassa inn í eldhús og börnin gæddu sér glöð og ánægð á ísnum, hver inn á sinni deild. Mikil gleði og ánægja!

Myndir fylgja fréttinni :)
Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar Fréttamynd - Uppskeruhátíð Rjúpnahæðar

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn