Samstarfsverkefni Rjúpnahæðar og Základní Skola í Tékklandi

Á mánudaginn í næstu viku koma til okkar 7 kennarar frá Tékklandi. En Rjúpnahæð er í samstarfi við bæði leik- og grunnskóla þar. Verkefnið mun vera frá 2021-2023. Tilgangurinn er að sýna þeim okkar lýðræðislegu aðferðir í leikskólastarfi. Hópurinn er einnig í samstarfi við Salaskóla til að sjá grunnskólahliðina. Kennararnir munu skoða starfið okkar ásamt því að taka þátt eins og í samverustund. Jafnframt hlusta þeir á fyrirlestra hjá okkur. Þar sem ekki er hægt að sjá allt starfið okkar á einum degi munum kennarar frá Tékklandi koma nokkrum sinnum í heimsókn á þessu tímabili sem verkefnið stendur yfir.
Allir eru nú á fullu að undirbúa komu Tékkana, börnin á Krummahreiðri eru til dæmis að búa til íslenska og tékkneska fána, ótrúlega flott hjá þeim.
Okkur hlakkar mikið til að fá þau í heimsókn og sína þeim flotta starfið okkar sem við eru svo stolt af!

Fréttamynd - Samstarfsverkefni Rjúpnahæðar og Základní Skola í Tékklandi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn