Heimsókn frá vinum okkar í Tékklandi

Í gær fengum við frábæra heimsókn frá samstarfsskóla okkar í Tékklandi. Til okkar komu sjö kennarar sem voru að kynna sér starfið okkar þá sérstaklega hvernig við vinnum með lýðræðið í leikskólanum. Samstarfsverkefnið okkar snýr að því að við erum að aðstoða þau við að innleiða lýðræði í sinn skóla. Þau koma frá sameiginlegum leik-og grunnskóla sem er heitir Základní Skola og er í litlum bæ rétt fyrir utan Prag. Í leikskólanum þeirra eru 10 deildir með þriggja til sex ára börnum og eru 24-28 börn á deild eða um 260 börn í leikskólanum. Í grunnskólanum eru í kringum 510 börn.
Krakkarnir í Rjúpnahæð voru mjög spennt að hitta kennarana og reyndu sumir að tala við þau á ensku og fannst þeim það dásamlegt. Hrönn, Margrét og Jóhanna settust fyrst niður með þeim og kynntu stefnu leikskólans fyrir þeim, svo fóru þau túr um leikskólann og fylgdust með í flæðinu. Eftir flæðið skiptu kennararnir sér niður á þrjár elstu deildirnar og voru með þeim í samverustund, fylgdust með vali hjá þeim, skrá sig inn og út, þau fylgdust með flæðismatnum og sáu hvernig dagurinn hjá okkur í Rjúpnahæð er.
Deildastjórar hittust ásamt leikskóla- og aðstoðarleikskólastjóra þar sem við kynntum starfið okkar enn betur, Helga Margrét var með smá erindi um áhugasvið yngstu barna og hvernig er unnið með þau einnig gátu þær spurt deildastjórana spurninga.
Eftir hádegi fóru Hrönn og Margrét með þær á kynningu hjá Kópavogsbæ, hvernig innritunarmálum er háttað og slíkt. Seinnipartinn hittumst við svo öll í leikskólanum og fengum okkur hamborgara saman.
Kennararnir komu færandi hendi þar sem þau komu með teikningar frá börnunum í skólanum úti, þau komu með regnbogasteina og færðu svo starfsfólkinu smá á kaffistofuna.
Frábær dagur og verður spennandi að vinna með þeim næstu tvö árin.
Fréttamynd - Heimsókn frá vinum okkar í Tékklandi Fréttamynd - Heimsókn frá vinum okkar í Tékklandi Fréttamynd - Heimsókn frá vinum okkar í Tékklandi Fréttamynd - Heimsókn frá vinum okkar í Tékklandi Fréttamynd - Heimsókn frá vinum okkar í Tékklandi Fréttamynd - Heimsókn frá vinum okkar í Tékklandi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn