Dagur leikskólans 6.febrúar

Dagur leikskólans er núna á fimmtudaginn 6.febrúar. Eins og við höfum gert síðastliðin ár spurðum við börnin annarsvegar hvað þau vilja hafa í matinn á degi leikskólans og hinsvegar hvað þau vilja hafa í kaffitímanum, stóð ekki á svörum hjá börnunum og eru hugmyndirnar í ár mjög fjölbreyttar. Síðan voru hugmyndirnar teknar saman og kosið úr þeim. Niðurstöðurnar voru pizza í hádegismatinn og súkkulaðikaka í kaffinu, sjá má niðurstöðurnar á myndunum hér með fréttinni.


Í tilefni að degi leikskólans spurðum við börnin "Hvað er leikskóli?", "Hvað gerum við í leikskólanum?", "Af hverju erum við í leikskóla?" og "Hvað er skemmtilegt að gera í leikskólanum?". Spurningarnar útfærum við alltaf eftir aldri barnanna. Gaman er að sjá hugarkortin sem verða til út frá spurningunum, skoðanir þeirra eru mjög fjölbreyttar, endilega kíkið á hugarkortin sem eru fyrir framan deildirnar.

Fréttamynd - Dagur leikskólans 6.febrúar Fréttamynd - Dagur leikskólans 6.febrúar

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn