Síðustu menningardagarnir

Núna fer að líða undir lok á menningarvikunum okkar. Miðvikudaginn 17. nóvember kom hún Aðalbjörg Ellertsdóttir til okkar og spilaði á þverflautu fyrir okkur og sagði okkur einnig frá henni. Faðir hennar hann Ellert Ingi Harðarson kom einnig með og spilaði á gítar. Hún Aðalbjörg söng einnig fyrir okkur nokkur lög og sungu börnin með.
Hún Aðalbjörg á líka einn strák í leikskólanum okkar.
Í dag föstudaginn 19. nóvember stigu tveir starfsmenn hjá okkur á stokk. Það voru þeir Viktor Sigurjónsson og Hlynur Örn Hlöðversson sem spiluðu á gítar og afríska trommu ásamt því að syngja nokkur lög með krökkunum.
Það fylgja nokkrar myndir með fréttinni.

Fréttamynd - Síðustu menningardagarnir Fréttamynd - Síðustu menningardagarnir Fréttamynd - Síðustu menningardagarnir Fréttamynd - Síðustu menningardagarnir Fréttamynd - Síðustu menningardagarnir Fréttamynd - Síðustu menningardagarnir Fréttamynd - Síðustu menningardagarnir Fréttamynd - Síðustu menningardagarnir Fréttamynd - Síðustu menningardagarnir

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn