Dagur leikskólans í dag 6.febrúar

Í dag héldum við upp á dag leikskólans. Allar deildirnar hittust í vinastund og sungu þar saman. Í hádeginu var pizzupartý og í kaffinu fengum við súkkulaðiköku, krakkarnir voru búnir að kjósa um hvað ætti að vera á boðstólnum í tilefni dagsins.

Inni á deildum voru börnin búin að ræða hvað þeim þætti skemmtilegt í leikskólanum. Yndislegur dagur í Rjúpnahæð :)

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn