Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í 15. sinn. Við á Rjúpnahæð héldum uppá daginn eins og ár hvert. Eins og áður hefur komið fram fá börnin alltaf að kjósa hvað er í matinn og var pítsa verðugur sigurvegari þetta árið eins og undanfarinn ár, einnig varð kaka vann kaka sína kosningu og var þá skúffukaka í kaffitímanum.
Allir voðalega ánægður að fá pizzu með skinku, grænmeti, skinku og grænmeti eða osti. Kakan slær svo alltaf í gegn hjá flestum börnunum.

Börnunum á Krummahreiðri. sem finnst fátt skemmtilegra en að gera sem mest úr
tyllidögum og halda almennilega upp á hlutina, fannst það nú ekki nóg að fá bara að
velja hvað yrði í matinn. Þau fóru nokkur inn á skrifstofu til Hrannar leikskólastjóra og
komu með hugmyndir að því hvernig hægt væri að hafa daginn enn skemmtilegri. Mikael Hannes kom með þá hugmynd að
skreyta leikskólann og leggja á borð með fallegum servéttum. Þessi hugmynd var samþykkt og var leikskólinn skreyttur frát toppi til táar.
Hugrún, Aníta, Edda og Ólöf komu með síðan með þá hugmynd að börnin á Krummahreiðri myndu setja upp leikrit
sem yrði svo sýnt á þessum degi.
Það fengu öll börn á Krummahreiðri að vera með í leikritinu sem vildu og varð útkoman sú að þau sýndu Rauðhetta og Úlfurinn fyrir öll börnin á Rjúpnahæð. Mjög flott hjá þeim og eiga þau framtíðina fyrir sér á sviði.

Laugardaginn 6. febrúar er dagur leikskólans í 15. sinn og er hann haldinn hátíðlegur á flestöllum leikskólum landsins en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.
Látum Dag leikskólans verða okkur hvatningu til að kynna okkur það mikilvæga starf sem þar fer fram.
Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans Fréttamynd - Dagur leikskólans

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn