Hvað er að gerast á Rjúpnahæð næstu vikurnar?

Þann 18. maí eigum við á Rjúpnahæð von á heimsókn frá bæjarstjóranum í Bruntal frá Tékklandi ásamt þremur starfsmönnum.
Þau eru hér að kynna sér ólíka starfsemi bæjarfélaga, sérstaklega lýðræðis- og nýsköpunarmál í grunn- og leikskólum og stuðning við frumkvöðla í samfélögum. Þar sem við eru saman í Uppbyggingarsjóðsverkefninu með Tékklandi, bæði að vinna að lýðræðis- og nýsköpunarmálum er alveg tilvalið að þau komi í heimsókn til okkar og skoða okkar starfsemi. 

Eins og einhverjir vita þá verður leikskólinn okkar 20 ára í ár og ætlum við sko sannarlega að fagna því. Við ætlum að halda uppá 20 ára afmæli leikskólans 25. maí og á sama degi hafa opið hús og bjóða foreldrum og öðru að koma og skoða okkar frábæra starf. Allar deildir eru á fullu þessa dagana að undirbúa deildina fyrir opið hús þar sem kynning á starfi leikskólans og listaverk barnanna verða til sýnis. Við ætlum að halda pálínuboð í boði leikskólans og foreldra. Hlökkum mikið til að hitta alla og halda uppá þetta með foreldrum og öðrum.

Hér á neðan má sjá dagskrá dagsins.

8:00-8:30 Morgunmatur
9.15-9:30 Vinastund með skemmtiívafi
9:30-9:45 Hátíðarávextir
10:00-11:15 Útivera, afmælið undirbúið
11:15-12:00 Grillaðir hamborgarar
12:00-13:30 Hvíld inni
13:30-13:50 Útivera, öll börn í vestum sem foreldrar taka úr þegar þau mæta
14:00-14:20 Vinastund úti, kveikt á varðeld
Ávarp
Afmælissöngur sungin
Elstu börnin syngja á brúnni
14:30 Skemmtiatriði
14:30-16:00 Eftir skemmtiaðtrið verður opið hús, kynning á starfi leikskólans og listaverkum barnanna. Boðið verður upp á veitingar í boði foreldra og leikskólans (Pálínuboð)

Sumarskóli Rjúpnahæðar byrjar núna 1. júní. Þá er öll starfsemi leikskólans flutt út. Meginmarkmið okkar er að sumarstarfið byggist á gleði og ævintýri. Að það höfði til áhugahvöt hvers og eins til að rannsaka, uppgötva og leita svara í umhverfi sem er viðurkennandi, þar sem bæði barnið og hinn fullorðni fær að njóta sín. Ákveðin viðfangsefni eru í boði á ákveðnum stöðum, innan leikskólalóðarinnar og utan hennar. Í sumarskólanum höfum við 2. , 12. og 29. greinar Barnasáttmálans að leiðarljósi þar sem ríkir jafnræði og allir fá að njóta sín á sínum forsendum, allir hafa rétt á sínum skoðunum og láta þær í ljós og allir fá menntun sem gefur þeim tækifæri til að þroskast á sínum eigin forsendum og rækta hæfileika sína.  

Nú styttist óðum í að elstu börnin á Rjúpnahæð útskrifist úr leikskólanum, útskriftardagurinn er 8. júní. Útskrift úr leikskóla er alltaf stór áfangi í lífi barnanna og eru þau orðin mjög spennt að enda þennan leikskólakafla og byrja nýjan kafla í lífi sínu með því að byrja í skóla.
Þá er einnig mikil eftirvænting eftir útskriftarferðinni sem útskriftarbörnin fara í ár hvert. Í ár eins og undanfarinn ár verður farið á Úlfljótsvatn og þegar þau komu á Úlfljótsvatn verður farið í ratleik, grillaðar pylsur og alls konar skemmtilegt gert á svæðinu.
Útskriftarferðinn er 7. júní. Eftir útskriftina hjá börnunum halda þau í Ævintýraland. Ævintýraland er sumarskóli fyrir elstu börnin í Rjúpnahæð sem er starfræktur frá Salaskóla. Ævintýraland er samvinnuverkefni á milli Rjúpnahæðar og Fífusala.
Í Ævintýralandi er spennandi, fjölbreytt og krefjandi nám með elstu börnunum. Þar dvelja börnin með kennurum sínum í ca 4 vikur. Umhverfi Salaskóla býður upp á meira frjálsræði og læra þau enn frekar að bera ábyrgð á sjálfum sér og umhverfi sínu, að bera virðingu fyrir hvort öðru og stuðla að sjálfstæði og sjálfsbjargarviðleitni. Þar fá þau einnig tækifæri á því að kynnast skólaumhverfinu sem við teljum vera gott veganesti fyrir krakkana.



Fréttamynd - Hvað er að gerast á Rjúpnahæð næstu vikurnar? Fréttamynd - Hvað er að gerast á Rjúpnahæð næstu vikurnar? Fréttamynd - Hvað er að gerast á Rjúpnahæð næstu vikurnar? Fréttamynd - Hvað er að gerast á Rjúpnahæð næstu vikurnar? Fréttamynd - Hvað er að gerast á Rjúpnahæð næstu vikurnar? Fréttamynd - Hvað er að gerast á Rjúpnahæð næstu vikurnar?

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn