Afmælishátíð í allskonar veðri ;)

Afmælishátíð leikskólans var haldin í gær 25.maí 2022. Ákveðið var að skella í eina góða hátíð þar sem við héldum upp á 20 ára afmæli leikskólans, vorum með opið hús til að sýna foreldrum afrakstur vetrarins og vorum með Pálínuboð þar sem allir lögðu til veitingar.
Börnin skreyttu leikskólann og garðinn ásamt kennurum, haldin var vinastund um morguninn þar sem Álftahreiður söng fyrir okkur nokkur lög og Hekla okkar spilaði tvö lög á þverflautu. Í hádeginu voru grillaðir hamborgara og franskar, það var hátíðarstemming yfir því og allir máttu sitja þar sem þeir vildu.

Klukkan 14:00 var hátíðin sett, við vorum búin að óska eftir sól, við fengum eitthvað af henni en það fylgdi einnig rigning ;) Við fengum ekta íslenskt veður. Við héldum okkur þó við að setja hátíðina úti við varðeld þar sem Hrönn var með smá tölu, Krummahreiður söng fyrir okkur tvö lög og afmælissöngurinn sunginn. Margrét las upp eitt erindi úr ljóði Kristjáns Hreinssonar um Rjúpnahæðarleiðina og svo afhenti Unnur deildarstjóri á Álftahreiðri leikskólanum gjöf sem var ljóð eftir öll börnin í leikskólanum. Unnur vann ljóðið með þeim, þar sem þau komu með orðin og Unnur setti saman, dásamlega fallegt ljóð. Hildur Margrét formaður foreldrafélagsins afhenti leikskólanum blóm og afmæliskökur fyrir hönd félagsins og hélt smá ræðu. Benedikt búálfur kom til okkar í boði foreldrafélagsins og leikskólans, hann ætlaði að vera úti en vegna veðurs áhvað hann að vera inni. Hlaðborðin sem voru úti færðum við einnig inn þar sem veðrið var aðeins að stríða okkur. Dásamlegur dagur þar sem allir voru með sól í hjarta.


Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;) Fréttamynd - Afmælishátíð í allskonar veðri ;)

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn