Útskrift elstu barnanna

Á miðvikudaginn var útskrifuðust börnin á Krummahreiðri við hátíðlega athöfn í Lindakirkju. Foreldrar, systkini, ömmur, afar, frænkur og frændur komu og voru viðstödd. Börnin sungu þrjú lög með glæsibrag, Hrönn og Heiða héldu ræðu til barnanna og Hildur og Aldís héldu tölu fyrir hönd foreldra- og barnahópsins og afhentu kennurum deildarinnar gjafir. Börnin voru síðan leyst út með útskriftarskjali, kveðjuskjali frá deildinni og rós. Eftir athöfnina buðu börnin í veislu með dýraþema í takt við þemastarf vetrarins þar sem boðið var upp á bollakökur, kaffi og safa.
Hjartans þakkir fyrir ógleymanlegan og fullkominn útskriftardag kæru vinir!
Fréttamynd - Útskrift elstu barnanna Fréttamynd - Útskrift elstu barnanna Fréttamynd - Útskrift elstu barnanna Fréttamynd - Útskrift elstu barnanna Fréttamynd - Útskrift elstu barnanna Fréttamynd - Útskrift elstu barnanna

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn