Fréttir af sumarskólanum

Sumarskóli Rjúpnahæðar byrjar núna 1. júní. Þá er öll starfsemi leikskólans flutt út. Meginmarkmið okkar er að sumarstarfið byggist á gleði og ævintýri. Að það höfði til áhugahvöt hvers og eins til að rannsaka, uppgötva og leita svara í umhverfi sem er viðurkennandi, þar sem bæði barnið og hinn fullorðni fær að njóta sín. Ákveðin viðfangsefni eru í boði á ákveðnum stöðum, innan leikskólalóðarinnar og utan hennar.

Sumarskólinn byrjaði hjá okkur á miðvikudaginn 1. júní við mikla gleði allra, samverustundin byrjar fyrr núna eða um 9 og sumarskólinn byrjar svo beint eftir það uppúr 9:30. Í boði eru mörg spennandi svæði, búleikur, frjáls leikur, íþróttasvæði, könnunaraðferð og úrvinnsla, undraland/ævintýri í sandkassa, uppgötvunarsvæði/útikennsla, orða og Lubbafjör og danssmiðja. Börnin láta veðrið ekkert á sig fá og fara bara út í þeim klæðnaði sem hentar hverju sinni. Drullumallið vekur alltaf jafn mikla lukku, það er svo gaman að sulla með vatn og drullu :) Íþróttasvæðið og könnunaraðferðir og úrvinnsla fara af og til út af lóðinni með kennurum, rannsaka umhverfið og prófa nýja leikvelli.

Undraland hefur haft nóg fyrir stafni fyrstu vikurnar í sumarskólanum enda lá á að setja niður margs konar grænmeti með þeirri von að uppskeran verði sælleg í haust.
Það sem bíður okkar í Undralandi næstu vikurnar er einfalt: vökvun og hreinsun á arfa.
Auk þess verðum við með ævintýri í sandkassanum sem verður aldrei leiðinlegt.

Á íþróttasvæðinu hafa þau verið dugleg að fara með börnin í gönguferðir á aðra leikvelli eða grunnskólana hérna í kring. Ásamt því að fara á grasvelli hér í kring í allskonar bolta- og eltingarleiki.

Á uppgvötunar og úrvinnslusvæði hefur verið nóg að gera, skoðað allskonar dýr og blóm og svo höfum við tekið að okkur fullt af sniglum sem börnin eru mjög áhugasöm um.

Danssmiðjan er mjög lifandi og skemmtileg, í fyrstu vikunni brölluðu þau margt saman. Börnin hafa mörg mikinn áhuga á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða (Eurovision) og biðja óspart um að fá að hlusta á lögin úr keppninni í ár. Þegar við höfðum dansað nóg höfðum við ,,Karaoke-stemningu¿ en þá skiptast börnin á að syngja lag sem þau völdu í hljóðnema. Þeim þykir það mikið sport.

Búleikurinn og sullusvæðið er mjög vinsælt, enda mjög skemmtilegt að leika sér með vatn og drullu, búa til sinn mat og heimili ;)

Í frjálsa leiknum er mikið krítað, blásum sápukúlur í öllum stærðum, hringjaspil og margt fleira.

Fyrir utan svæðin á lóðinni fara deildirnar saman í vettvangsferðir á sínum útikennsludögum ;)

Með fréttinni fylgir alveg hellingur af myndum :)