Sumarhátíð Rjúpnahæðar

Á fimmtudaginn í síðustu viku vorum við með sumarhátíð í leikskólanum, í ár höfðum við hana með breyttu og ákveðið var að bjóða ekki foreldrum þar sem afmælishátíðin okkar er nýafstaðin. Við byrjuðum á því að skreyta garðinn okkar og flögguðum íslenska fánanum, settumst svo í brekkuna þar sem sumarhátíðin var sett og við sungum nokkur lög saman. Hið árlega Rjúpnahæðahlaup var haldið þar sem Sigga Lilja sá um upphitun og peppa krakkana sem hlupu síðan í gegnum allan garðinn, allir fengu medalíu að hlaupi loknu. Boðið var upp á andlitsmálingu og voru stöðvar sumarskólans með eitthvað skemmtilegt á hverjum stað. Í hádeginu grilluðum við síðan pylsur sem flestir borðuðu saman úti og fengu svala með :)
Myndir fylgja fréttinni :D