Menningardagar á Rjúpnahæð

Síðastliðinn föstudag hófust menningavikur hjá okkur í leikskólanum og verða þær næstu tvær vikur 7.-18. nóvermber.
Í tengslum við Dag íslenskrar tungu eru haldnar menningarvikur þar sem börnin kynnast íslenskum rithöfundum, fræðast um íslenskar bókmenntir, hvernig við umgöngumst bækur og hvernig þær verða til. Á hverju ári höfum við fengið til okkar ýmsa rithöfunda, tónlistarfólk og aðra listamenn. Í ár langar okkur að fá til okkar krakka til að koma og flytja fyrir okkur tónlist, syngja, sýna fimleika og fleiri hæfileika.
Hér með fréttinni má finna dagskránna okkar næstu tvær vikurnar.