Menningardagar á Rjúpnahæð

Menningarvikan hjá okkur í leikskólanum Rjúpnahæð hafa farið fjörlega af stað. 
Miðvikudaginn 9. nóvember var Álftahreiður með uppákomu og sungu þau nokkur lög sem þau hafa verið að æfa undanfarnar vikur.
Fimmtudaginn 10. nóvember var Spóahreiður með uppákomu og sungu þau einnig nokkur lög ásamt því að spila lagið "í lari ei" og allir fengu að hoppa og dansa í takt við lagið.
Svo eftir hádegi komu þrjár níu ára stelpur sem eru fyrrverandi nemendur á Rjúpnahæð. Þær heita Rakel María, María Sól og Embla Dröfn.
Þær eru allt efnilegar fimleikastelpur og sýndu okkur nokkrar fimleikaæfingar ásamt því að hún Embla Dröfn spilaði nokkur lög á fiðlu fyrir okkur.
Svo halda menningarvikurnar áfram í næstu viku.

Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð Fréttamynd - Menningardagar á Rjúpnahæð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn